Skírnir - 01.01.1944, Page 227
Skírnir
Ritfregnir
215
sögunnar, er vel vandað til umgerðarinnar. Náttúrulýsingar eru
margar ljósar og fagrar.
Hagalín gerir sér mikið far um að sýna daglegt og eðlilegt mál-
far manna með sérstökum ritunarhætti. Víða getur farið vel á
þessu, ef í hóf er stillt, en sumstaðar leiðir það hann á villigötur,
svo að frásögnin aflagast með of mörgum upphrópunum og eyðu-
fyllingum, eins og t. d.: „Ja-há, ne-hei, o-ho, nú, bara, svona“ o. s.
frv. Og óneitanlega er það hjákátlegt að sjá orð af vörum ráð-
settrar sveitahúsfreyju stafsett svona: ,,— Þetta veður — það er
alveg drau-au-mur!“
Þessi bók er með því fremsta, sem Guðmundur Hagalín hefur
skrifað, og sýnir það, að hæfileikar hans til skáldsagnagerðar eru
enn í fullu fjöri, þótt hann hafi fremur beitt sér að öðrum við-
fangsefnum síðustu árin. Ragnar Jóhannesson.
Nordahl Grieg: Friheten. Rv. 1944. — Kaj Munk: Niels Ebbe-
sen. Rv. 1944.
Stríðið hefur, eins og von er, rofið um stundarsakir tengslin
milli íslands og annarra Norðurlanda. Fátt bóka og rita hefur til
dæmis borizt þaðan þessi árin, og eru það mikil viðbrigði, því að
frá Norðurlöndum kom áður mestallur erlendur bókakostur, sem
hingað fluttist.
En þrátt fyrir þetta hafa komið hér út bækur eftir Norðurlanda-
höfunda, sumar alveg nýjar af nálinni. í fremstu röð þeirra ber að
telja tvær bælcur eftir tvö skáld, sem frægust hafa orðið norskra
og danskra rithöfunda á þessum hörmungaárum, er dunið hafa yfir
frændþjóðir vorar, Norðmenn og Dani. Báðar bækurnar komu út
á þessu ári, og báðir höfundarnir eru nú fallnir í valinn í hetjulegri
baráttu fyrir frelsi og menningu landa sinna. En fleira er athyglis-
vert við þessar útgáfur. Síðasta ljóðabók Nordahls Griegs, „Fri-
heten“, er gefin út á íslandi í fyrsta sinn, og leikrit Kajs Munks,
„Niels Ebbesen“, var leikið á íslenzku í fyrsta skipti, sem það var
flutt opinberlega. Má það vera oss íslendingum gleðiefni, að hafa
borið gæfu til að heiðra minningu þessara hetja á slíkan hátt.
Nordahl Grieg varð ekki gamall maður, aðeins rúmlega fertug-
ur. En á honum rættust vel orð Jónasar Hallgrimssonar: „Margoft
tvítugur meir hefur lifað svefnugum segg, er sjötugur hjarði“.
Lika er óhætt að segja það, að „alefling andans og athöfn þörf“
einkenndu hinn skamma æviferil Nordahls Griegs. Hann öðlaðist
skáldfrægð kornungur, og löngum stóð styr um hann og verk hans.
Hann leitaði fyrst og fremst réttlætisins, og hann lét sér elcki nægja
að standa álengdar og horfa á, þegar frelsi og mannréttindi áttu í
vök að verjast. Hann vildi vera í fylkingarbrjósti sjálfur, þar sem