Skírnir - 01.01.1944, Qupperneq 228
216
Ritfregnir
Skírnir
orrustan var hörðust. Þess vegna eru kvæði hans líka sönn og
ósvikin.
Þessi ljóð Nordahls Griegs bera svip hans sjálfs, drengilegan og
látlausan. Þar finnst hvorki hroki né óþörf viðhöfn, enda eru þau
ort mitt í miskunnarlausri iðu blóðugrar styrjaldar. Höfundurinn
syngur vopnum landa sinna lofgjörð, vegna þess að með þeim
vinnst frelsið og föðurlandið aftur:
„For vi har tapt várt land,
tapt det fra hav til fonn.
Og skal vi vinne det,
skjer ikke det ved &nd.“
Skáldið fylgist með þessari baráttu af lífi og sál, og er alls
staðar nálægt, þar sem góðir Norðmenn berjast. Það yrkir baráttu-
söng fyrir munn bamanna heima í Noregi, kvæði til norska hersins
í Skotlandi, og ekki gleymir það heldur hermönnunum, sem vinna
við norsku flugvélarnar, gera við þær og búa þær undir árásar-
flugið. Grieg kveður áhrifamikið kvæði um Viggo Hansteen, verka-
lýðsleiðtogann, sem nazistar tóku af lífi, og hann hyllir hinn stríð-
andi konung þjóðar sinnar, Hákon VII., í langri drápu. Og þarna
er kvæðið „17. maí 1940“, síðasta ljóðið, sem hann orti heima í
Noregi, óviðjafnanlegur óður um baráttu þjóðar í nauðum. Þannig
yrkir Nordahl Grieg um smátt og stórt, sem snertir baráttu Norð-
manna, um háa og lága, um konung og óbreyttan hermann. En
undir hverju orði ólgar þung undiralda harms og trega hins útlæga
manns, sem þráir land sitt.
Útgáfa þessara siðustu ljóða Nordahls Grieg er vel úr garði
gerð. Á kápu er falleg teikning af norsku landslagi eftir Ásgrím
Jónsson listmálara. Pappír er góður.
Svo var til ætlazt, að Nordahl Grieg skrifaði sjálfur nafn sitt á
þær bækur, er selja skyldi hér á landi. Fremst í bókinni er síða,
sem til þess var ætluð. Þar er nú eyða fyrir nafni höfundarins.
Hann fórst í brennandi flugvél yfir Berlín 2. desember 1943.
„De sterke, de rene av hjertet,
som ville og v&get mest,
rolige tok de avskjed,
en efter en gikk de vest.
De beste blir myrdet i fengslet,
sopt vekk av kuler og sjö.
De beste blir aldri var fremtid.
De beste har nokk med & dö“,