Skírnir - 01.01.1944, Page 230
218
Ritfregnir
Skirnir
Leikritið „Níels Ebbesen11 er óvægið og einbeitt, eins og flest
ritverk höfundarins. Sá maður kunni ekki vettlingatök. í því er
samfelldur hraði og stígandi, sem góðum leikritum er nauðsynlegt.
Þess var ekki langt að bíða, að Kaj Munk hefndist fyrir öruggt
liðsinni við málstað frelsisins, bæði í „Níelsi Ebbesen“ og víðar.
Hann var myrtur á svívirðilegan hátt 4. janúar 1944.
Ragnar Jóhannesson.
Alexander Jóhannesson: Menningarsamband Frakka og Isiend-
inga. (Studia Islandica — Islenzk fræði. Utgefandi: Sigurður Nor-
dal. 9.) Reykjavík 1944.
Þetta er 9. hefti ritsafnsins „íslenzk fræði“ (Studia Islandica).
Það er að stærð h. u. b. hálft annað hundrað blaðsíður. í formála
þess segir svo: „Ógerlegt er að rekja áhrif franskra bókmennta og
lista á íslenzka hugsun, því að margar andlegar hreyfingar bæði í
listum og stjórnmálum hafa borizt frá Frakklandi til allra ná-
grannalanda þeirra og síðan komið hingað og valdið aldahvörfum
í lífi og þróun þessara þjóða.“ Þetta mun varla ofmælt.
Höfundur skiptir efni í 6 kafla: I. íslendingar í Frakklandi,
II. Frakkar á Islandi, III. Island í frönskum bókmenntum, IV.
Frakkland í íslenzkum bókmenntum, V. Islenzk (norræn) tökuorð
í frönsku, VI. Frönsk tökuorð í íslenzku. Auk þess eru þrjár skrár
aftan við ritið: VII. íslenzk rit á frönsku, VIII. Frönsk rit á ís-
lenzku, IX. Frönsk leikrit á íslenzku. Loks er stutt efnisinntak á
frönsku.
I fyrsta kaflanum er getið Islendinga, sem stigið hafa fæti á
franska grund, allt frá Kára Sölmundarsyni, Sighvati Þórðarsyni
og Sæmundi fróða til mennta- og listamanna, sem hafa dvalið þar
á síðustu árum. Annar kaflinn fjallar um þá Frakka, sem hafa lagt
leið sína til Islands til langrar eða skammrar dvalar. Þar er fyrst-
ur nefndur Frakki sá, er Jón biskup helgi fól kennslu í söng og
versagjörð.
Af þriðja kaflanum sést, að Frakkar hafa sýnt íslenzkum forn-
ritum sóma, þýtt þau á mál sitt og kynnt þau á annan hátt, en gefið
nýrri tima bókmenntum Islendinga fremur lítinn gaum. Þeir hafa
skrifað margt ferðasagna af Islandi, en þær flestar harla ómerki-
legar, svo sem títt er um þá grein ritsmíða. Þá er minnzt á það, að
fransldr rithöfundar hafi stöku sinnum valið sér íslenzk yrkisefni:
Victor Hugo, Pierre Loti o. fl. Þar saknar maður skáldsins Leconte
de Lisle. Árið 1882 gaf hann út ljóðasafnið „Poémes Barbares“.
Þar yrkir hann um nornirnar þrjár, Urði, Verðandi og Skuld, um
vist þeirra, er Hel gista, um Angantý og Hervöru, Hjálmar hugum-
stóra o. fl. (La Légende des Nornes, La Vision de Snorr, L’Épée
d’Angantyr, Le Coeur de Hjalmar).