Skírnir - 01.01.1944, Side 231
Skírnir
Ritfregnir
219
í fjórða kaflanum er brugðið ljósi yfir merkilegan bátt í menn-
ingarsambandi beggja þjóðanna. Ýms höfuðskáld íslenzk hafa val-
ið sér frönsk yrkisefni og skapað ódauðleg ljóð. En svo hefur hitt
líka verið reynt: að gefa íslendingum hlutdeild í frönskum bók-
menntum. I formála segir höfundur: „Af veikum mætti hafa Is-
lendingar reynt að tileinka sér fegurð og hugsjónir franskra snill-
inga, eins og þær birtast í ritum þeirra og listaverkum eða í hljóm-
anna ríki. Eru til þýðingar á íslenzku úr einstökum ritum nálægt
100 franskra rithöfunda, en sá galli er á, að flest þessara rita eru
þýdd úr dönsku eða ensku, vegna vanþekkingar Islendinga á
franskri tungu.“ Þýðingar eru yfirleitt svikular, þó að þýtt sé af
snilld beint úr frummálinu. Þegar svo farið er að þýða þýðingar
— ef til vill án snilldar — þá er auðgetið til um árangurinn. Hér
verður þó að gera meginmun bundins máls og óbundins. Þýðingar
óbundins máls eru oft býsna nærkvæmar. Bundins máls varla. Al-
fred de Musset hefur fátt ort fegurra en þessar ljóðlínur:
Mes chers amis, quand je mourrai
Plantez un saule au cimetiére.
J’aime son feuillage éploré;
La páleur m’en est douce et chére,
Et son ombre sera légére
Á la terre ou je dormirai.
Matthías Jochumsson þýddi þær svo:
Á leiði mitt, þá liðinn er,
einn léttan grátvið plantið þér,
hans ljúfu tárin líkna mér
og litarfölvinn, sem hann ber.
Með skuggaþakið þýða sitt
hann þyngir ekki rúmið mitt.
Þessi þýðing gefur mjög ófullkomna hugmynd um frumljóðið.
Margs konar fróðleik er að finna í fimmta og sjötta kaflanum,
og skal ekki farið út í það hér.
Villa hefur slæðzt inn, þar sem talið er (bls. 33), að 33 menn
hafi farizt með „Pourquoi pas?“. 40 menn létu þar lífið.
Rit þetta, sem er vafalaust árangur mikillar vinnu, er fjörlega
skrifað og hið skemmtilegasta aflestrar. Það mun verða kærkomið
öllum þeim, sem þetta efni er hugleikið, og ef einhverjir skyldu
síðar meir freistast til þess að athuga nánar einstök ati'iði í menn-
ingarsambandi Frakka og íslendinga, munu þeir reisa á því sem
grundvelli. Magnús G. Jónsson.