Skírnir - 01.01.1944, Page 232
220
Ritfregnir
Skírnir
Heim aís Hólum, eftir Brynleif Tobiasson. Sögufélag Skagfirð-
inga 1943. (Skagfirzk fræði IV—V.)
Stórhug sýna Skagfirðingar í útgáfu ritsafnsins um héraðssögu
sína fyrr á öldum. Áður eru þrjú bindi birt: Ásbirningar, eftir
Magnús Jónsson prófessor, Landnám í Skagafirði, eftir Ólaf Lár-
usson prófessor, og Frá miðöldum í Skagafirði, eftir Margeir Jóns-
son fræðimann. Þessi bók er þykk og efnismikil, og það er eigi
minnst við hana, að spjaldanna milli er hún rituð af rösklegum
stórhug og mjög ánægjulegum fyrir lesendur, en stundum heldur
til miklum.
Bókin er fræðilegt alþýðurit. Yfirlit er veitt yfir allt mannval
Norðlendingafjórðungs frá fyrsta mannsaldri kristninnar til 1200
og áherzla lögð á ættfræði, sem rétt er. Verður þar margt Ijósara
en fræðimönnum hefur áður verið, en margt er af tilgátum, sem
valt væri á að byggja. Þjóðmálasagan og kirkjusaga Skálholtsbisk-
upsdæmis eru ekki raktar meir en brýn nauðsyn krefur. En menn-
ingarstraumar til Islands sunnan úr álfu eru sýndir svo vel og
rækilega, að við eigum ekki svo mikilli útsýn að venjast hjá inn-
lendum sögumönnum.
Verksvið ritsins er kirkjusaga Norðurlands eða Hólabiskups-
dæmis á 11. og 12. öld. Einkum er það þó bundið við störf og áhrif
biskupanna, Jóns Ogmundssonar, Ketils Þorsteinssonar, Bjamar
Gilssonar og Brands Sæmundssonar. Þessir menn sátu á Hólastóli
alla 12. öld að kalla og voru úrvalsmenn úr þeirri höfðingjastétt,
sem gengið hafði í trútt bandalag við kirkjuna í öndverða biskups-
tíð Gissurar ísleifssonar. En með Guðmundi biskupi (1203—37)
lauk því bandalagi norðan lands, enda hafði þjóðmálaþróun þá
breytzt, og er saga sú utan þessa rits. Það ætti að reynast vinsælt
verk að rita um þessa friðarhöfðingja, og ekki spillir það guðspjöll-
um neitt, þó að enginn sé í þeim bardaginn.
Vel fer á því, að höfundurinn er mikill vinur kristni þeirrar,
sem hann lýsir. Hveimleitt er þess vegna, þegar prédikun til „lítt
kirkjulegra sinnaðra mótmælenda hér á landi“ hrífur hann að óvör-
um burt frá hlutlægri lýsing gömlu kristninnar (sjá t. d. bls.
130—31) eða þegar ergelsi út af ímyndaðri kynferðilegri ,,veilu“
í drengnum Klængi, síðar biskupi, og ástaljóðum „ins siðspillta
skálds, Ovidii", fyrirmunar honum að skilja fylgikvennaóvenjur
dável kristinnar höfðingjastéttar, leikra sem lærðra. Höf. er ein-
þykkur í dómum. En mikill kostur er, hve þykkjan er þá opinská,
og skal ég kyrrt láta, þó að manni eins og Guðmundi dýra sé send-
ur tónninn og minnt á, að „sá yfirtaks ofbeldismaður . . . hann
var ekki í Skagafirði“.
Allir eigum við Norðlendingar fjórðungs- og héraðsmetnað, sem
vandfarið er með, Brynleifur einnig og fer ekki nógu hófsamlega