Skírnir - 01.01.1944, Page 233
Skírnir
Ritfregnir
221
með hann. Til að hrósa trúar- og menntalífi Norðlendinga á 12. öld
þykir honum við eiga að taka undir skjall Matthiasar:
Þú fjórðungur, sem fylltir landið hálft
á fyrri tíð, — þú bjarta Norðurland.
Og til marks um hitt, hve norskir klerkar hafi í samanburði við
þetta haft lítinn „lærdóm og aðra hæfni“, telur höf. það, að Ingi-
mundi Þorgeirssyni skyldi vera boðið biskupsembætti á Grænlandi,
„að því er sagan segir, hvort sem hún fer rétt með eða eigi“. Lítil-
þægni er að hirða svo veik rök, — auk þess víst nóg til önnur. Undar-
leg áherzla er á því viða, hver gert hafi eitthvað fyrstur, þótt um
mjög misstór afrek sé að ræða eða vafi leiki á. Hæpið er t. d. að
kalla Hólaskóla „fyrsta reglulega latínuskóla (þ. e. dómskóla) á
Norðurlandi og reyndar á öllu íslandi“ (bls. 77). Á Norðurlandi
gat ekki verið um neinn slíkan skóla annan að ræða, svo að barna-
legt er að taka fram, að þessi var þar fyrstur. Höf. veit einnig, að
ekki eru nú gögn til að dæma um, hver merlcastur var af skólunum
fjórum í Skálholti, Haukadal, Odda og á Hólum, en Hólaskólinn
var þeirra langyngstur. Hvaða vit er þá að taka svona til orða?
Það er allmikil fyrirhöfn, sem höf. gerir sér til að sanna, að sá,
sem gerði fyrstur tilraun til að gera latinustafrófið íslenzkt staf-
róf, hafi verið Hólamaður, og ekki er einu sinni hægt að sýna svo
mikið sem það, að Þóroddur rúnameistari hafi fremur verið Norð-
lendingur en t. d. Dalamaður, fremur Hólamaður en Skálholts.
Satt mun það um lestur og skriftarnám, að „Hólamenn, lærisveinar
Jóns biskups, voru fyrstu kennarar í þessum merkilegu listum
menntanna í Skugafirði og annars staðar á Norðurlandi" (leturbr.
höf.), hvort sem frá Jóni er sprottin eða ekki „einurð Skagfirð-
inga, dirfska, rausnarbragur og göfuglyndi“ (bls. 110, 103—4).
Höf. lætur staðreyndir tala: „Skagfirzkur prestur og héraðshöfð-
ingi gefur Hólastað til biskupsstóls. Aðrir Norðlingar fengust ekki
til þess. (Sneið til eyfirzkra höfðingja?) Forfeður hans halda ina
mestu veizlu, sem kunnugt er um, að haldin hafi verið í fornöld.
Skagfirzkur höfðingi leggur út á sollinn sæ og finnur nýja heims-
álfu. Einn varð hann til þess allra norðlenzkra höfðingja. Einn
mesti hershöfðingi fornaldar vorrar er Skagfirðingurinn Kolbeinn
ungi, og svo mætti lengi telja.“
Það særði hvem stórlátan Norðlending og Skagfirðing að skrifa
svona í nafni hans, en ekki er um það að fást, sem höfundur skrifar
fyrir sinn smekk, sinn stórhug. Og þrátt fyrir aðfinnsluverða hluti
er þessi bók drjúgur fengur sakir yfirgripsmikillar þekkingar, sem
sett er fram af öruggri frásagnarleikni á vönduðu máli.
Björn Sigfússon.