Skírnir - 01.01.1944, Side 234
222
Ritfregnir
Skírnir
Ágúst H. Bjarnason: Vandamál mannlegs lífs. I. ErfíSir O" upp-
eldi. Fylgirit við Árbók Háskóla íslands 1937—38. Reykjavik 1943.
Rit þetta er eins konar framhald „Siðfræði“ höfundar, en hún
kom út í tveimur heftum árin 1924 og 1926. Eru þar raktar kenn-
ingar helztu siðfræðinga og gerð grein fyrir þróun siðferðishug-
mynda mannkynsins. En í þessari bók tekur höfundur ýmis vanda-
mál mannlegs lífs til íhugunar. Fjallar fyrri hluti þessa verks um
erfðir og uppeldi, en síðari hluti þess mun ræða um siðmenning og
siðgæði.
Ritið er í níu köflurn. I fyrstu tveimur köflunum rekur höfundur
þróun siðgæðisins. Er hann hér á sömu meginskoðun og H. Spencer
og greinir að þrjú stig siðferðisþróunar einstaklinganna: Eðlis-
hvatastigið, þegar menn fara að mestu eftir hvötum sinum og til-
hneigingum, eins og tíðast á sér stað um börn og frumstæða menn;
skyldustigið, þegar menn finna sig knúna til þess að fara eftir boð-
um trúar, laga og siða; og loks stig hins lífræna siðgæðis. „Þá er
það orðið eins og annað eðli mannsins að fara eftir því, er hann
telur sannast og réttast, og gerir það af fúsum vilja. Þá er maður-
inn með samvizku sinni og samvizkusemi orðinn, eins og Kant
komst að orði, sinn eigin löggjafi og þegn.“
Næstu tveir kaflar fjalla svo um erfðir og mannrækt. Rekur höf-
undur þar kenningar ýmissa fræðimanna um mannlegar erfðir og
bendir því næst á ráð til þess að varna úrkynjun og bæta kynstofn-
inn. Eru báðir þessir kaflar greinagóðir og líklegir til þess að vekja
menn til umhugsunar um þetta mikilvæga efni. Þótt margs konar
fróðleik hafi verið safnað um mannlegar erfðir, er þekking á þeim
næsta skammt á veg komin. Verður hér að gæta allrar varfærni að
draga ekki of hvatvíslega ályktanir af þessum fróðleiksmolum, og
það því fremur sem hætt er við, að ýmsir svokallaðir umbótamenn
berjist með hnúum og hnefum fyrir því, að ýmsar hæpnar kenn-
ingar komi til framkvæmda. Sumir halda, að einfalt ráð til þess að
bæta kynstofninn sé að vana menn í stórum stíl, þ. e. alla þá, sem
mikil líkindi eru til að hafi óæskilega erfðaeiginleika. En göllum
fylgja oft kostir, svo að óvíst er, hvort ávinningur svarar hér
kostnaði. Geðveiklun og geðveiki getur t. d. legið í miklum gáfu-
mannaættum. Auk þess myndu slíkar róttækar ráðstafanir alls ekki
koma í veg fyrir, að gallaðir menn fæddust; áhrifa þessara aðgerða
myndi gæta furðu litið og seint. Mun takmarkaðs árangurs að
vænta af vönunum til útrýmingar erfðagöllum, öðrum en ættgeng-
um fávitahætti, eins og Vilmundur Jónsson landlæknir tekur rétti-
lega fram í riti sínu um afkynjanir og vananir. Það hefur t. d.
verið áætlað, að þótt unnt væri að vana alla menn, sem þjást af
schizophreniu, myndi það einungis fækka tölu þessara sjúklinga um
3% í næstu kynslóð. Um ættgengan kvilla eins og albinisvva gegnir