Skírnir - 01.01.1944, Page 235
Skírnir
Ritfregnir
223
líku máli. Reiknað hefur verið út, að þótt unnt væri að vana kyn-
slóð eftir kynslóð hvern mann og konu, sem haldin væri þessum
kviila, myndi það þó taka um 2000 ár að fækka tilfellunum um
helming. Er því með öllu óvíst, hvort víðtækar varnarráðstafanir
af þessu tagi bættu kynstofninn að ráði.
Þá væri vel hugsanlegt, að unnt væri að bæta kynstofninn með
ýmsum jákvæðum ráðstöfunum, svo að hinir heilbrigðu, duglegu og
vel gefnu eignuðust miklu fleiri afkvæmi en hinir sjúku, óduglegu
og vangefnu. Bendir höfundur á, að beint undaneldi, eins og Plató
gerði ráð fyrir í riti sínu, Rikinu, undan mestu mannkostamönn-
unum væri beinasta ráðið. En höf. hafnar eðlilega þvílíkum kyn-
bótum, því að trú, siðir og almenningsálit myndi rísa gegn þeim.
Kyngallar geta og leynzt með hinum beztu og hraustustu. Hætt er
einnig við, að skoðanir myndu skiptast mjög um það, hvaða menn
skyldu verða þessara forréttinda aðnjótandi. Er líklegt og nærri
víst, að yfirstéttirnar, auðmenn og stjórnmálamenn, myndu álíta
sig eitthvert sérstakt kynbótafólk. í þessu sambandi má benda á
merkilega sögulega staðreynd. I meir en þúsund ár hafa Múham-
eðstrúarmenn í Vestur-Asíu tiðkað fjölkvæni, en kristnir menn og
Gyðingar þar einkvæni. Og auðvitað hafa einungis auðugir menn
getað veitt sér þann munað að hafa margar konur. Mætti vænta
þess, að Múhameðstrúarmenn væru kristnum mönnum og Gyðing-
urn fremri að atgervi og gáfum eða væru a. m. k. gæddir í ríkara
mæli þeim hæfileikum, sem auðsöfnun krefst, en ekki sjást þess
nein merki. Virðast Tyrkir ekki vera hæfari fjármálamenn en
Armeningar og Gyðingar né vera að neinu leyti betur gefnir
en þeir.
Loks ræðir höfundur ýmsar félagslegar og fjárhagslegar ráð-
stafanir, sem að gagni gætu komið til þess að örva hinar betur
menntu stéttir til barneigna. Mætti létta undir afkomu bammargra
fjölskyldna með skattaívilnunum og ókeypis skólagöngu fyrir börn-
in. Þá stingur höf. upp á, að tekjur opinberra starfsmanna og ann-
arra hækki í hlutfalli við barnaf jöldann frá 3. barni og upp úr.
Nefnir hann þessa fjárhagsaðstoð fjölskylduhjálp. Verið getur, að
slík fjárhagsaðstoð, sem mér virðist þó að þyrfti að vera stórum
ríflegri en höfundur gerir ráð fyrir, örvaði nokkuð barneignir mið-
stéttarfólks. En nauðalítill árangur mun þó hafa náðst með slík-
um ráðstöfunum, t. d. í Frakklandi.
Höfundur hefur eins og margir, sem um þetta mál hafa ritað,
þungar áhyggjur út af því, að kynstofninn muni ganga úr sér, þar
sem viðkoma hinna miður gefnu virðist mei.ri en hinna betur gefnu.
Ég hygg, að því miður sé þekking vor á mannlegum erfðum og
lögmálum þeirra enn svo skammt á veg komin, að óvíst sé, hvort
víðtækar opinbei'ar ráðstafanir beri tilætlaðan árangur og bæti