Skírnir - 01.01.1944, Síða 236
224
Ritfregnir
Skírnir
kynstofninn. Rannsóknir hafa sýnt, að samsvörun milli gáfnafars
foreldra og barna þeirra er langt frá því að vera alger. Stórgáfaðir
foreldrar eiga börn, sem eru í meðallagi og varla það, og út af lítið
gefnum foreldrum koma börn, sem taka þeim töluvert fram. Erfð-
irnar hafa mikla möguleika til breytileika, og er ekki víst, að allt
sé að fara norður og niður og heimurinn fari versnandi, þótt mann-
fjölgunin hvíli mest á lægri stéttum þjóðfélagsins og hinir hógværu
erfi landið, eins og spáð er í Fjallræðunni.
Siðari hluti verksins (kaflar V—IX) fjallar um uppeldismál.
Kemur höfundur þar víða við og gætir jafnan þeirrar hófsemi og
varfærni í skoðunum, sem honum er lagin. Þeir kaflar, þar sem hann
ræðir áhrif uppeldisins í heimahúsum og í skólum, bera þó einkum
vitni persónulegri reynslu hans, en eins og kunnugt er, hefur pró-
fessorinn gegnt kennslustörfum í háskóla í meir en þriðjung aldar
og lengi haft skólastjórn Gagnfræðaskóla Reykvíkinga á hendi.
Auk þess hefur hann alið upp mörg mannvænleg börn. Hefur hann
því langa og víðtæka reynslu á sviði uppeldismála, og eru hugleið-
ingar hans jafnan athyglisverðar.
Framsetning efnisins er skilmerkileg og stíllinn látlaus, eins og
á öðrum bókum höfundar, en nokkuð ber á endurtekningu úr fyrri
ritum hans. Ég lit svo á, að bók þessi sé ekki fyrst og fremst vís-
indarit ætlað sérfræðingum, heldur alþýðleg leiðsögn um hin mörgu
vandamál mannlegs lífs, sem höfundi liggja á hjarta. Á hún því
erindi til alls almennings, en einkum geta kennarar og foreldrar
lesið hana sér til mikils ávinnings. Enginn ætti að láta það fæla
sig frá lestri hennar, að hún er fylgirit með Árbók Háskóla íslands
og því ekki skrautleg í sniðum, né hitt, að henni hefur ekki verið
fylgt úr hlaði með auglýsingaskrumi.
Símon Jóh. Agústsson.
Rhys Davies: Jörundur hundadagakóngur, ævintýri hans og ævi-
raunir. Hersteinn Pálsson íslenzkaði. Bókfellsútgáfan h.f. Rv. 1943.
Jörgen Jörgensen eða Jörundur hundadagakóngur, sem kemur
eins og svipleiftur inn í sögu íslendinga í byrjun 19. aldar, hefur
jafnan síðan verið þeim talsvert hugstæður. Hann hefur orðið
fyrir skopi þjóðarinnar, eins og viðurnefni hans bendir til, en í
aðra röndina hefur hann hlotið samúð hennar fyrir að taka ómjúk-
um höndum á verstu óvinum íslenzkrar alþýðu, dönsku einokunar-
kaupmönnunum, og slíta fjötra hins danska valds, þótt ekki væri
nema „um hálfs annars mánaðar stund“.
Hér er á ferðinni ævisaga Jörgensens, sögð á listrænan og
skemmtilegan hátt. Hún bregður upp mynd af manni, mjög óvenju-
legum og undarlega skapi förnum. Annars vegar eru liprar gáfur,
mælska, glæsimennska, dugur og harðfylgi, sem fleyta honum, eftir