Skírnir - 01.01.1944, Side 237
Skírnir
Ritfrcgnir
225
því sem aðstæður leyfa, fram til þeirra metorða, sem hugur hans
þráði jafnan, — hins vegar festuleysi, ófyrirleitni og hneigð til
víns og spilamennsku, sem kollvarpa glæsilegum framtiðardraum-
um. — Lesandinn fylgist af áhuga og athygli með ævintýrum hins
danska úrsmiðssonar, sem í æsku er svo óstýrilátur, að hann er
rekinn úr hverjum skólanum af öðrum, elst síðan upp í „örmum
Ægis“ sem farmaður og hermaður á brezkum skipum, afneitar ætt-
jörð sinni, en tekur ástfóstri við brezka menningu og Bretland i
þeirri von að komast þar til mannvirðinga. Þótt því marki sé náð
í svip, sogast hann jafnharðan niður á við í straumi illra örlaga og
lýkur langri ævi suður í Ástralíu sem útlagi Bretlands.
Jörgensen er lýst með sálfræðilegri nákvæmni, en góðlátlegri
glettni, sem minnir einatt á blæ Þorsteins Erlingssonar í Jörundar-
kvæði hans. Allt umhverfi Jörgensens iðar af lífi síns tíma. Að
sjálfsögðu er hér brugðið upp mynd af íslandi og íslendingum. Er
þjóðarlýsingin ekki allglæsileg. Hún er gerð með nokkurri glettni
eftir ferðabókum þeirra Mackenzies og Hendersons, sem litið höfðu
land og þjóð með glöggu gestsauga ensks yfirstéttarmanns,
hneykslazt á sóðaskap og amlóðahætti, en annars skrifað vin-
gjamlega. Mun Jörgensen, áður en hann kom hingað, einkum hafa
kynnzt íslandi í ljósi þessara frásagna, svo að myndin er hér á
sínum stað.
Jörgensen var mikilvirkur rithöfundur á enska tungu. Hann
skrifaði oft 48 síður í fjögra blaða broti á dag, þegar sá gállinn
var á honum. Hann samdi leikrit og skáldsögur, rit um trúmál og
heimspeki, var um skeið ritstjóri að blaði í Ástraliu, skrifaði um
ævintýri sín og svaðilfarir, varnarskjöl í málum sínum og fjölda
bréfa. Sumt af þessu var gefið út að honum lifandi, annað seinna,
en margt liggur enn í handritum í British Museum.
Við þessi gögn styðst höf. ævisögunnar og fellir einatt orðrétta
kafla úr ritum Jörgensens inn í frásögn sína. Auk þess er stuðzt
við heimildir, sem til eru á ensku, um Jörgensen og samtið hans.
Þar sem sagt er frá því, sem gerist á Islandi í ferðum Jörgen-
sens, mun mest farið eftir frásögn grasafræðingsins Hookers, sem
var á skipi með Jörgensen í seinni Islandsferðinni og varð trygg-
asti vinur hans, ennfremur hinum ólíku skýrslum þeirra Jörgensens
og Trampe greifa til ensku stjórnarinnar um það, sem gerðist hér
á landi 1809.
Að sjálfsögðu hefur þessi kafli bókarinnar engar nýjungar að
flytja Islendingum, þar sem þetta tímabil hefur verið tekið til
miklu itarlegri meðferðar í hinu merka riti dr. Helga Briems:
Sjálfstæði íslands 1809. Engu að síður er kaflinn skemmtilegur
eins og bókin öll, sem frekar er skemmtilestur en vísindarit, þótt
hún virðist reist á alltraustum grunni veruleikans.
15