Skírnir - 01.01.1944, Síða 239
Skýrslur og reikningar
Bókmenntafélagsins árið 1943
Bókaútgáfa.
Árið 1943 gaf félagið út þessi rit, og fengu þau þeir félagsmenn,
sem greiddu hið ákveðna árstillag til félagsins, 25 krónur:
Skírnir, 117. árgangur ................................ kr. 40,00
Á Njálsbúð, eftir Einar Ól. Sveinsson, dr. phil. ... — 35,00
Upphaf leikritunar á Islandi, eftir Steingrím J. Þor-
steinsson, dr. phil.................................— 18,00
Samtals ...... kr. 93,00
Enn fremur var gefið út:
Bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar, 7. hefti; var það
sent áskriföndum Fornbréfasafnsins, ásamt 6. hefti. Var þetta loka-
hefti Bréfabókarinnar. Bókhlöðuverð 10 kr., og Bréfabókarinnar
allrar 40 kr.
ASalfundur 1944.
Hann var haldinn miðvikudaginn 21. júní, kl. 9 að kveldi, í
lestrarsal Landsbókasafnsins.
Varaforseti setti fundinn. Hann skýrði því næst frá því, hvers
vegna aðalfundi hefði að þessu sinni verið frestað frá lögmæltum
fundardegi, afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, og minntist hans um
leið; hafði sá dagur verið kjörinn til stofnunar lýðveldis hér á
landi og sú athöfn farið fram þann dag að Lögbergi á Þingvelli.
Síðan bauð varaforseti fundarmenn velkomna, og sérstaklega Rich-
ard Beck prófessor, forseta Þjóðræknisfélags Vestur-íslendinga, er
kominn var til landsins sem fulltrúi þeirra, til þéss að koma fram
fyrir þeirra hönd við stofnun lýðveldisins.
Þá stakk varaforseti upp á dr. Þorkeli Jóhannessyni landsbóka-
verði sem fundarstjóra, og var hann kjörinn með almennu lófataki.
1. Því næst skýrði varaforseti frá því, hverjir látizt hefðu af
félagsmönnum síðan siðasti aðalfundur var haldinn; þeir voru
þessir:
15*