Skírnir - 01.01.1954, Side 10
6
Halldór Kiljan Laxness
Skírnir
eiginleikum ljóðmælis, að versgerð undanskilinni, mundi að
vísu ná hárri einkunn alúðarfullra bókmenntagagnrýnenda
hvar sem væri, en ég efast um að hún hafi nógu sterka
griparma til að halda algengum lesanda. Mér hefur virzt að
þær aðferðir sem hjá mörgum höfundum hrífa lesanda mest,
svo sem andstæður, átök og árekstrar, hetjumyndir og frásögn
stórviðhurða, séu ekki umfram allt þeir eiginleikar sem yfir-
buga tregðu lesandans í bókum Gunnars Gunnarssonar. Hins
vegar liggur ekki í láginni að sú skáldsaga sem er ekki að-
eins langmest verka hans, heldur því fjarlægust að fylgja
almennri reglu um áhrifamátt sögu og aðdráttarafl, hefur
aukið honum vinsældir meir en önnur verk hans, þau er
nær standa þessari reglu, og mun af mörgum lesendum inn-
an lands sem utan vera talin hugljúfari lestur og eftirminni-
legri flestum skáldrita hans, kóróna á verki höfundarins til
þessa dags.
1 sögu þessari, Fjallkirkjunni, gætir lítt þeirra innviða sem
löngum hefur þótt við þurfa er semja skyldi yfirgripsmikinn
sagnabálk. Bókin hefur fátt til að bera þeirra eiginleika sem
nefndir hafa verið episkir og vér Islendingar kennum við
sögu. Hetjur í venjulegum skilningi verða vart fundnar í
verkinu, og það gerast öngvir mikils háttar atburðir. Átök í
þessari risavöxnu bók eru svo smá og um svo lítið, að höfund-
ar fyrr á tímum mundu að óreyndu hafa talið frágangssök
að gera sögu úr efninu. Ég hygg að flestum mönnum mundi
vefjast tunga um tönn ef til væru kvaddir að endursegja efni
þessa mikla rits, en það tekur yfir hér um bil átta hundruð
þéttprentaðar blaðsíður í fjögurra blaða broti. Hér eru hvergi
rakin stórbrotin né undraverð örlög, hvergi kemur neitt óvænt
fyrir, varla einu sinni slys, aldrei vélabrögð á ferðinni, öngvar
málaflækjur, því síður að elskendum gangi óhóflega illa að
ná saman, ekki á döfinni neitt siðferðisvandamál sem allt
sé undir komið. Fljótt á litið virðist fátt hafa fundið stað
á blöðum þessum þegar þeirri rúmhelgi sleppir sem einna
sízt þykir þess vert að færa i letur. 1 sögunni segir af einum
smásveini sem fæðist upp á Austurlandi við hversdagslegt
bændalíf eins og gerðist og gekk nær síðustu aldamótum,