Skírnir - 01.01.1954, Síða 11
Skírnir
Hugblær í Fjallkirkiunni
7
flytur nokkrum sinnum ásamt foreldrum sínum búferlum
milli bæja og einu sinni í annan hrepp, missir móður sína,
eignast stjúpu, tekur til að setja saman kveðskap sem títt er
um íslenzka pilta, fer til Danmerkur rúmlega fermdur, og
lifir þar í reiðileysi nokkur ár, unz honum tekst að koma
sér við sem upprennandi rithöfundur, og kvænist.
Hér virðist sumsé á skorta flest einkenni venjulegrar sögu
í rétttrúuðum skilningi þess orðs. Og þó er hér skrifuð sú
bók Gunnars Gunnarssonar sem grípur hug flestra manna
fastari tökum en allar aðrar. Við lestur þessarar bókar er
maður haldinn þægilegri óþreyju eftir áframhaldi, samfara
því unaðaröryggi sem návistir við ágætt skáldverk jafnan
vekja með mönnum. Flestir munu upplúka þar einum munni
að Fjallkirkjan ásamt smáfólki sínu og smáatburðum, yfir
sig einfaldaðri atburðaröð og einstæðu afsali höfundarins á
öllu sem kalla má sögulegt í episkri merkingu, viljandi snið-
gangi hans við allt sem ber svip af drama, skírskoti til al-
menns lesanda ekki miður en hver sú hetjusaga þar sem
beitt er öllum brögðum hinnar viðurkenndu og sígildu að-
ferðar. Við lestur þessarar bókar kemur manni oft í hug
hvort ekki muni hafa gleymzt að skilgreina einhvern mikils-
verðan geranda, sem, jafnvel einn sér, fái hafið upp sögu.
Sé bók þessi lesin dálítið í kjölinn birtast fljótlega þeir
hlutir sem aðgreina hana frá mörgum sagnverkum kölluðum
sigildum. Sú er venja höfunda að sjá ekki í tíma og fyrir-
höfn ef lýsa skal ágæti höfuðhetju, góðrar eða illrar, ellegar
þeim atburðum sem standa nær miðju verks og eru tindar
þess. Hinum smærri persónum er iðulega vanlýst í stórum
bókum, ef þær eru þá ekki dregnar fram til athlægis eða
jafnvel til að illskast út í þær; í sumum frægum meistara-
verkum eru miðlungsmenn tæplega nafngreindir, heldur er
þeirra getið tugum eða hundruðum saman sem fallinna
manna í orrustu eða þess háttar, eins og t. d. í Egils sögu
Skallagrímssonar. Þeir sem ná ekki máli í hetjuflokki eru
annaðhvort hlægilegir eða ómerkilegir. Sama máli gegnir
um atburði; í sígildum sögum með „réttu“ sniði skipta fyrsta
flokks atburðir einir máli en aðrir atburðir þjóna undir þá;