Skírnir - 01.01.1954, Side 13
Skírnir
Hugblær í Fjallkirkjunni
9
Övarðandi fólk þar sem drengurinn kemur gestur, til dæmis
búðsetufólk í nálægum kaupstað, er svo innvirðulega myndað
í verkinu að lesandanum finnst sem hann hafi verið nágranni
þess frá blautu barnsbeini. Eða til að mynda krabbameins-
sjúklingurinn sem er að fara til Kaupmannahafnar: lesanda
finnst hann vera sjálfur kominn á stað með manninn í káetu
hjá sér. Sá sem leitar í bók þessari að átökum milli höfuð-
afla, þar sem atburðum og persónum er skipt í aðalflokk
og undirflokk, og leyfilegt að renna augum léttilega yfir
aukaatriðin, eða jafnvel hlaupa alveg yfir þau; sá sem beinir
athyglinni einkum að tindum verks, og því sem talið er mikils
háttar eftir almennri skilgreiningu, — slíkur lesandi mun
í Fjallkirkjunni koma í geitarhús ullar að leita; hann mun
finna þar ekki nema orðin tóm. Eitt höfuðeinkenni þessarar
bókar er hins vegar óbrigðul tilfinning þess að allt sem gerist,
hvert smáatvik, hafi algert gildi og slikt hið sama sérhver
maður; og einmitt þessi vitund og tilfinning hins eina og
óskipta gildis allrar skepnu og allrar veru er þessari bók það
sem hetjur, átök, ris, stóratburðir, ástarsaga og flækjur er
hliðstæðum verkum.
En er þá þessi kostur einhlítur ef semja skal skáldverk
í episkum skilningi? Getur skáldverk, þar sem ekki hinir
minni atburðir þjóna undir hina meiri, nokkurn tima orðið
annað en flatneskja sem, þegar bezt lætur, hefur svip til-
breytingalítillar hásléttu? Nægir einsömul tilfinningin um
hið óskipta gildi allrar skepnu til að blása í brjóst lesanda
nægri forvitni um gang yfirgripsmikils verks, þar sem einn
hlutur er aldrei öðrum stórfengilegri? Hér er i rauninni
spurt um leyndardóminn í verki Gunnars Gunnarssonar —
eins og þessi skáldskapur blómgast og fullkomnast i Fjall-
kirkjunni. Ekki þarf annað en lesa fyrstu málsgrein Fjall-
kirkjunnar, hugleiðingu sem er níu linur á lengd, til þess
að nema eðli verksins. Þegar í upphafi gefur höfundur sig
á vald þeirri leiðslu sem kemur til af endurminningu og
upprifjun. Hann hefst ekki handa með því að uppmála um-
hverfi eftir hlutlægu mati, heldur á hinu, að festa með sér
ákveðið innra ástand, leggja í stílinn einkennilegt langdregið