Skírnir - 01.01.1954, Side 14
10
Halldór Kiljan Laxness
Skírnir
seiðandi hljóðfall — sem lesandinn verður annaðhvort að
samþykkja og laga sig eftir þegar í stað, ellegar gefast upp
við það fyrir fram að lesa bókina. Ef menn beygja sig ekki
undir dávald stílsins frá upphafi, ef menn neita fyrir fram
að viðurkenna þennan andlæga einkaheim sem skáldið lætur
lesanda sínum opinn þegar í áblásningu upphafsorðanna, þá
munu menn ekki heldur finna Gunnar Gunnarsson síðar í
verkinu:
„Þau ár, þegar ég enn var ungur og saklaus, að erfða-
syndinni undanskilinni; þau ár, þegar viðburðir lífsins miðl-
uðu mér reynslu, sem var laus við beiskju; þau ár, þegar
vorkunn mín með öllu kviku var ógagnrýn og einlæg; þau
ár, þegar Guð stóð mér fyrir hugskotssjónum sem örlátur og
vingjarnlegur föðurafi, Fjandinn eins og dálítið varasamur
og duttlungafullur móðurafi, en undir niðri heimskur og
meinlaus; þau ár, þegar ljósið var í senn bæði ljós og sigur-
sælt ljós og allt myrkur og allan ótta mátti særa burt með
einu faðirvori eða signingu; þau ár, þegar ég grillti ekki
kvöldið á morgnana og sat öruggur í skjóli undir grasi grón-
um moldarvegg og lék mér að stráum; þau ár eru liðin og
koma aldrei aftur.“
Hugblærinn er hrifvaldur þessarar bókar frá upphafi til
enda. Og þessum blæ, sem sífellt skiptir lit eftir efninu, er
í bókinni ætlað hlutverk sem önnur áhrifabrögð gegna i
venjulegri sagnagerð, þeirri sem bókvísi mundi kalla sígilda.
Þetta hugarástand sem höfundur er í sjálfur, og vekur um
leið í hverjum næmum lesanda, ber einkenni þess sem á
voru máli mundi vera kennt við seið og töfur: „fögur var sú
kveðandi að heyra“.
Hinn einstæði hæfileiki skáldsins til að ljá dauðu sem
kviku sinn sérstaka andblæ, mér er nær að segja andrúmsloft,
er leyndardómur þessa skáldskapar, og um leið svar við þvi
hverju sæti að slikur höfundur varð höfuðskáld.
Sífelld blæbrigði, breytileg eftir hverju atviki, borin af
ofurmagni upprifjunar og innlifunar, heldur athygli manns
vakinni, f jölbreytileiki þeirra og órofin samstaða i senn. Dæmi