Skírnir - 01.01.1954, Page 16
12
Halldór Kiljan Laxness
Skírnir
öllum skilningarvitum, og hinu sjötta til viðbótar, umliðna
hérvist þess. Ekki mun fjarri lagi að framan til í þeim hluta
Fjallkirkjunnar sem heitir Nótt og draumur nái höfundur
hámarki í töfrafullum vinnubrögðum og þess konar skáld-
legri aðferð sem lætur hverja tilraun til verkfræðilegrar
skilgreiningar falla um sig sjálfa. Þar kemur og fyrir sú
persóna, aukapersóna eins og flestar aðrar, ein úr hinu sér-
kennilega lita liði Friðriks sáluga og Maríu sálugu, sem svo
er fullkomin að gerð og blæ, að þó jafnlangt kunni að hafa
verið komizt í persónusköpun í íslenzkum bókmenntum er
mér til efs að nokkru sinni hafi verið komizt lengra: Stefán
Arnason timburmaður. Blærinn um hverja hreyfingu og
athöfn þessarar óviðjafnanlegu persónu innan verksins, hvert
orð i munni hans, jafnvel sérhver þögn hans, hefur svip af
fullkominni leiksviðslist, — þó slík persóna væri eftir vana-
legum lögum og reglum heldur lítilfjörleg hetja í sagnverki
og ólíkleg til að mynda drama. Ég held að jafnvel mætti
taka enn dýpra í árinni og segja að Stebbi væri fyrir flestra
hluta sakir óhæfur að standa sem fyrsta flokks persóna í
sagnverki er samið væri eftir sígildri episkri aðferð, þegn-
hollustu við erfðavenju og bókmenntalegar kenningar. Og svo
er um bókina alla: hún hefur orðið voldugt epos, ekki vegna
hlutlægra stóratburða, heldur mikilvægis smáatburðanna í
vitund skáldsins; ekki vegna mikilmennsku hetjanna sem þær
gnæfa yfir hið óbreytta lið, heldur sakir þess að jafnvel lítil-
fjörlegasta persóna bókarinnar er merkust persóna í heimi.
Ég hef á sextíu og fimm ára afmæli Gunnars Gunnars-
sonar kosið að rifja upp reynslu mína af lestri verka hans,
með sérstakri skirskotun til Fjallkirkjunnar, fremur en semja
yfirlit um samanlögð afrek skáldsins eða safna heimildum
um ævi hans.
Sagt hefur verið um íslendinga að vér höfum á nokkrum
sviðmn bókmennta ævinlega átt höfunda sem ekki minnkuðu
af því að vera bornir saman við meistara samtímans. Nokkrir