Skírnir - 01.01.1954, Page 19
Skírnir
Orðanefnd Verkfræðingafélagsins
15
yfirkennari og Steingrímur Thorsteinsson skáld, en auk þess
voru til kvaddir margir orðhagir menn.1)
Á 20. öldinni hafa margir málhagir menn lagt hönd á plóg-
inn við nýyrðasmíð. Einstakir menn hafa unnið geysimerki-
legt starf við sköpun nýyrða. En fátt hefir þó verið um það
ritað. Þó má benda á nokkurt yfirlit í riti Þórbergs ÞórZar-
sonar, Alþjóðamáli og málleysum, Rvk. 1933, bls. 298—317,
og grein Bjarna Vilhjálmssonar, Orðasmíð Sigurðar skóla-
meistara, sem birtist í bókinni Á góðu dægri. Afmæliskveðju
til Sigurðar Nordals 4. sept. 1951 frá yngstu nemendum
hans, bls. 11—43. Auk þessa hefi ég skýrt lítillega frá ný-
yrðasmíð dr. phil. Björns Bjarnasonar frá Viðfirði í Ævi-
minningu hans framan við Iþróttir fornmanna á Norðurlönd-
um, 2. útg., Rvk. 1950, bls. xviii—xxi.2)
En það er ekki þessi þáttur einstaklinga í orðasmíð, sem ég
hefi hugsað mér að gera að umræðuefni, heldur þáttur Verk-
fræðingafélagsins og orðanefndar þess í skipulagningu þess-
ara mála. Tæknimál okkar er nú að verulegu leyti á þessu
starfi reist, svo að ekki virðist ástæðulaust, þótt þessi saga sé
lítillega rifjuð upp.
46. fundur Verkfræðingafélags íslands3) var haldinn 30.
október 1918 á Ingólfshvoli í Reykjavík. Á þessum fundi flutti
dr. .phil. Björn Bjarnason fyrirlestur um ný-
yrði.4) Fyrirlcsturinn var prentaður í T. V.
F. I. 1918, bls. 46—56, og síðan gefinn út
sérprentaður 1919. Á sama fundi var stjóm V. F. I. falið að
Stofnun
orðanefndar.
1) Um orðið sími og fleira, er varðar nýyrðastarf við þessa bók, ritaði
SigurtSur GuSmundsson skólameistari í Stíganda I, 111—116. Bendir Sig-
urður þar á, að þessi orðabók sé „harla merkilegt rit í íslenzlcri málsögu“.
2) Síðan ég ritaði þá grein, hefi ég fengið öruggari vitneskju en áður
um það, að Björn er höfundur orðsins tœkni. Hallbjörn Halldórsson hefir
sagt mér, að hann hafi verið viðstaddur, er Björn gerði orðið, en það var á
Vífilsstöðum sumarið 1912.
3) Hér eftir skammstafað V. F. 1.
4) Sbr. Timarit Verkfræðingafélags Islands (hér eftir skammstafað T. V.
F. 1.) 1918, bls. 56.