Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 20
16
Halldór Halldórsson
Skírnir
gera tillögur um „söfnun tckniskra íslenzkra heita“. Ekki veit
ég, hvort þessi tillaga um nýyrðasöfnun er fram komin fyrir
áhrif frá fyrirlestrinum. En hitt er víst, að þetta hvort tveggja,
að fenginn er málfræðingur til þess að halda fyrirlestur um
nýyrði og flutt er tillaga um nýyrðasöfnun á vegum félags-
ins, sýnir, að verkfræðingar hafa gert sér ljósa nauðsyn þess,
að lagður yrði traustur grundvöllur að íslenzku tæknimáli.
Björn frá Viðfirði kemur ekki meira við þessa sögu, því að
hann lézt fáum dögum eftir, að hann hélt fyrirlesturinn (18.
nóv. 1918). En íslenzkir verkfræðingar og þeir, er þeir fengu
til liðs við sig, hafa með starfi sínu reist sér óbrotgjarnan varða
í íslenzkri málsögu.
Á fundi í V. F. f. 26. marz 1919 lagði stjórn félagsins til,
að stofnuð yrði þriggja manna nefnd til þess að annast nýyrða-
söfnun. Segir svo um þetta atriði í T. V. F. í.:
Stjórnin hafði leitað til málfróðra manna og í samráði
við þá komizt að þeirri niðurstöðu, að til framkvæmda í
þessu efni væri heppilegast að koma á fastri þriggja manna
starfsnefnd og að í henni ættu sæti tveir málfróðir menn
og einn verkfræðingur, en að nefnd þessi fengi sér síðan
til aðstoðar sérfróða menn úr hverri þeirri grein, er hún
starfaði að í það og það skiptið. T. V. F. f. 1919, bls. 12.
Stjórn V. F. 1. lagði til, að þeir Guðmundur Finnbogason,
síðar landsbókavörður, og Sigurður Nordal prófessor tækju
sæti í nefndinni, en af hálfu verkfræðinga hlaut Geir G.
Zoega vegamálastjóri kosningu. Árlegur kostnaður við söfn-
unina var áætlaður 1500—2000 kr. (sbr. T. V. F. f. 1919,
hls. 12).
Nafn orðanefndarinnar virðist í fyrstu hafa verið nokkuð
á reiki. í T. V. F. í. 1919, bls. 52, er hún kölluð „málhreins-
unarnefnd“, en í sama riti, bls. 53—54, er þetta heiti gagn-
rýnt í grein eftir Guðmund Finnbogason. Nefnist grein hans
Orðanefnd Verkfræðingafélagsins. Segir Guðmundur þar, að
nefndin hafi sjálf „skírt sig“ Orðanefnd Verkfræðingafélags-
ins, og því heiti mun hún hafa haldið úr því. f þessari grein
skýrir Guðmundur Finnbogason frá fyrstu störfum orða-