Skírnir - 01.01.1954, Page 21
Skírnir
Orðanefnd Verkfræðingafélagsins
17
nefndarinnar, og aftan við greinina er birt fyrsta orSaskráin,
sem nefndin lét frá sér fara.
Eins og áður er fram tekið, gerði stjórn V. F. f. sér ljóst
þegar í upphafi, að starf orðanefndarinnar myndi hafa nokk-
urn kostnað í för með sér. Til þess að standast þennan kostn-
að leitaði Verkfræðingafélagið til nokkurra félaga og stofn-
ana í Reykjavík og fékk sæmilegar undirtektir. Um þetta at-
riði segir svo í Tímaritinu:
Ýms félög í Reykjavík hafa lofað aðstoð sinni við þetta
starf, og nokkur hafa heitið fjárframlögum til þess að
standast kostnað þann, er það hefir í för með sér. Eru
þau þessi:
Félag íslenzkra botnvörpuskipa-
eigenda ....................... kr. 500 í 3 ár.
Verzlunarráð fslands ............ — 500 í 2 eða 3 ár.
Fiskifélag íslands .............. — 200 líkl. árlega.
Verzlunarmannafélagið „Merkúr“ — 100 á ári.
Múrarafélag Reykjavíkur ......... — 100 á ári.
Samtals kr. 1400 á ári.
Sjá T. V. F. í. 1919, bls. 52.
Svo virðist sem þessi framlög hafi ekki verið innheimt nema
að nokkru leyti. Að minnsta kosti voru árlegar tekjm- V. F. í.
ekki nema þriðjungur eða fjórðungur þessarar upphæðar. En
af reikningum félagsins má sjá, að flest árin, sem nefndin
starfaði, hafði félagið einhverjar tekjur af nýyrðasöfnun, en
jafnframt er nefndinni greidd þókknun árlega. Greinilegt er
þó, að nefndarmenn hafa ekki riðið feitum hesti frá þessu
starfi, enda hefir það vafalaust aldrei verið ætlun þeirra.
Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri hefir sagt mér, að þókkn-
un til nefndarinnar hafi verið miðuð við fundafjölda.
Orðanefnd Verkfræðingafélagsins skráði fundabók. Þessi bók
er nú í eigu frú Laufeyjar Vilhjálmsdóttur, ekkju Guðmundar
Finnbogasonar. Hefir frúin góðfúslega léð mér bókina til þess
að styðjast við við samningu þessarar ritgerðar. Fyrsti fundur
nefndarinnar var haldinn 14. október 1919 á Rauðará. Fund-
arefni var orð í stýrimannafrœði. Viðstaddir voru Guðmundur
2