Skírnir - 01.01.1954, Síða 22
18
Halldór Halldórsson
Skírnir
Finnbogason, Sigurður Nordal, Páll Halldórsson og Sveinbjörn
Egilson. Á tímabilinu til 13. febrúar 1933 voru haldnir 154
fundir, og stóðu flestir þeirra þrjár stundir. Flestir fundanna
voru að kvöldlagi frá klukkan átta til ellefu. Þess ber þó að
geta, að samfelldu starfi nefndarinnar virðist lokið 1927, því
að eftir það getur fundabókin aðeins eins fundar.
Þeir Guðmundur Finnbogason og Sigurður Nordal áttu all-
an tímann sæti í nefndinni, og leikur enginn vafi á því, að
þeir hafa mótað starf hennar og stefnu manna mest. Guð-
mundur sótti 153 fundi, en Sigurður 132.
Fyrsta verkefni nefndarinnar var að koma nokkurri skipan
á íslenzkt sjómannamál, einkum að finna orð um ýmislegt,
er varðaði nýja tækni í skipasmíð og nýjan
Sjomannamal. , r ,. L
tæknibunað skipa. Um þær mundir, er orða-
nefndin tók til starfa, sat á rökstólum nefnd, sem semja átti
frumvarp til laga um öryggi skipa. Einn helzti þröskuldur á
vegi þessarar nefndar var málið. I íslenzku skorti þá mörg
orð til að tákna þau fyrirbæri, er lögin skyldu fjalla mn. Síðar
þurfti að semja reglugerð í samræmi við þessi lög. Var það
sýnu erfiðara verk en samning laganna, því að reglugerðin
þurfti vitanlega að vera nákvæmari um einstök atriði. Stuðzt
mun hafa verið við danska reglugerð, og virðist nefndin hafa
þýtt hana. Oft er skráð í fundabókina, að fundarefni hafi
verið „þýðing frumvarps“, og hygg ég, að þar sé átt við frum-
drögin að „Tilskipuninni“, sem síðar verður á minnzt. Suma
fundina, sem um þetta fjölluðu, sátu þeir einir Guðmundnr
Finnbogason og Sigurður Nordal.
Ráðunautar nefndarinnar um sjómannamál voru þessir:
Ólafur Sveinsson, Páll Halldórsson, Sveinbjörn Egilson og
Thorvald Krabbe. Auk þess sótti Guðmundur skáld Friðjónsson
einn fund um þetta efni.
Árangurinn af þessu starfi nefndarinnar varð geysimikill.
Áður er getið fyrstu orðaskrárinnar, sem frá nefndinni kom
(sbr. T. V. F. I. 1919, bls. 54—55), en auk þess birtust nokkr-
ar skrár, er þetta efni varða, í Tímaritinu. Skulu þær nú
taldar:
Ný og gömul heiti úr vjelfræðinni með þýðingum á