Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 23
Skírnir
Orðanefnd Verkfræðingafélagsins
19
ensku, þýsku og dönsku. T. V. F. 1. 1925, bls. 12, 18—20
og 28.
Ný og gömul heiti úr sjómannafræðinni með þýðing-
um á ensku, þýsku og dönsku. T. V. F. f. 1925, bls. 36—37,
46 og 55—56.
Þessar orðaskrár voru síðar gefnar út í bókarformi. Sá
Steingrímur Jónsson um útgáfu orðasafnsins. Segir svo um
það efni í Timaritinu:
9 stjórnarfundir hafa verið haldnir, og hafði meðal
annars Steingrími Jónssyni verið falið að sjá um útgáfu
á 1. hefti af orðasafni orðanefndarinnar. T. V. F. f. 1926,
bls. 26.
Þetta safn kom út i Reykjavik 1928 og nefndist Iðorðasafn
frá orðanefnd Verkfræðingafjelagsins. Sjerprentun úr Tímariti
V. F. f. og registur.
Ritið skiptist í þrjá hluta: 1. Vfelar. íslenska —■ enska,
þýska, danska. 2. Skip. íslenska —• enska, þýska, danska. 3.
Registur. Enska, þýska, danska —- íslenska.
Má af þessu yfirliti marka, að íðorðasafnið er að því leyti
fullkomnara en orðaskrárnar í Tímaritinu, að ekki skiptir
máli, hvort flett er upp íslenzka orðinu eða því erlenda (enska,
danska eða þýzka).
Það sé fjarri mér að gera lítið úr gildi þessara orðasafna
eða vanmeta það starf og þá þrautseigju, sem að baki þeim
felst. En þó hygg ég, að erfiðasta verk nefndarinnar hafi verið
að snara á góða íslenzku lögum þeim og reglugerð þeirri, sem
áður var á minnzt. Lögin nefnast Lög um eftirlit méÖ skipum
og bátum og öryggi þeirra (frá 19. júní 1922), sbr. Stjórnar-
tíðindi fyrir ísland árið 1922, A-deild, bls. 56—62. Reglu-
gerðin nefnist Tilskipun um eftirlit meS skipum og bátum og
öryggi þeirra (frá 20. nóvember 1922), sbr. Stj. 1922, A-deild,
bls. 132—201. Aftan við Tilskipunina er prentað orðasafn
(Stj. 1922, A-deild, bls. 202—206), þar sem nýyrðin, sem
notuð eru í reglugerðinni, eru þýdd á ensku og dönsku.
Tilskipunin er mjög merkilegt plagg í sögu íslenzks sjó-
mannamáls og tæknimáls yfirleitt. Nýyrðin, sem þar birtust
fyrsta sinni, eru mörg óvenjusnjöll, enda véltu snotrir um,