Skírnir - 01.01.1954, Page 24
20
Halldór Halldórsson
Skímir
eins og gerð hefir verið grein fyrir. Síðari reglugerðir, sem
fjalla um sömu eða svipuð efni, eru að máli til að verulegu
leyti reistar á Tilskipuninni, t. d. Reglur um smíSi tréskipa
(frá 11. nóvember 1947) og einkum þó Reglur um eftirlit me'8
skipum og öryggi þeirra (frá 20. janúar 1953).
Engan veginn voru þó allir á einu máli um starf nefndar-
innar, og dró til harðrar deilu, sem brátt skal minnzt á.
Þess er áður getið, að Sveinbjörn Egilson, sem um þessar
mundir var skrifstofustjóri Fiskifélags fslands, hafði setið
. fundi orðanefndar sem ráðunautur um sjó-
Llndantan „ . , r , _ , ., »
orrahríðar mannamal. Af iundargeroum ma sja, að
Sveinbjörn sækir fundina vel fyrst í stað, en
sókn hans verður dræm, er ætla má, að hann hafi verið tek-
inn að kynnast stefnu nefndarinnar í málfarslegum efnum,
og að síðustu hættir hann algerlega að sækja fundina. Svein-
björn var viðstaddur 9 fyrstu fundi orðanefndar (á tímabilinu
frá 14. okt. 1919 til 30. jan. 1920). Síðan sækir hann aðeins
fjóra fundi (4. febr. 1920, 3. marz 1920, 22. okt. 1920 og 3. des.
1920). Eftir það voru margir fundir haldnir um sjómanna-
mál, og málið á lögunum og tilskipuninni hefir vafalaust mót-
azt mikið á því tímabili, sem Sveinbjörn sótti ekki fundina.
Það kemur ekki fram í þeim deilum, sem á eftir fóru, að
Sveinbirni hafi verið bolað burt úr nefndinni. Miklu fremur
virðist sjónarmið hans hafa verið svo ólíkt þeim anda, sem
sveif yfir vötnunum í nefndinni, að hann hafi ekki viljað eiga
meiri þátt í störfum hennar.
En hvernig sem þessu hefir verið háttað, lenti Sveinbjörn í
harðvítugri deilu við Guðmund Finnbogason, og flæktust
fleiri inn í hana, eins og síðar verður rakið. Deila þessi átti
sér alllangan aðdraganda. 1 15. árgangi Ægis (nr. 7, júlí-
hefti 1922), bls. 94—98, ritaði Sveinbjörn grein, er nefndist
Sjómannamálfæri. Þessi grein var prentuð upp í Morgunblað-
inu 9. ágúst 1922, bls. 1—2. Af þessari grein má ráða það, að
Sveinbjörn hefir verið mjög fastheldinn á orð og orðasam-
bönd, sem sjómenn notuðu við störf sín. Helztu rök hans gegn
því að taka upp ný orð eru þau, að hætta geti fylgt því, ef
sjómenn skilji ekki fyrirskipanir á alvörustund. Telur hann,