Skírnir - 01.01.1954, Page 25
Skirnir
Orðanefnd Yerkfræðingafélagsins
21
að slíkt geti komið fyrir, ef sjómenn skilji ekki nýyrðin. Orð-
rétt segir hann:
Eitt einasta nýyrði, sem misskilið væri á alvörustund,
gæti haft hinar hörmulegustu afleiðingar í för með sér.
Ægir 15, bls. 95.
Ekki minnist Sveinbjörn neitt á starf orðanefndar, en
greinilegt er, að það er tilefni greinarinnar. Eins og áður er
sagt, birtist greinin fyrst í júlí 1922, en lögin um öryggi skipa
eru frá 19. júní 1922. Sjónarmið Sveinbjarnar er það, að
lærðir málfræðingar eigi ekki að koma nærri smíð nýyrða, er
varði skip og sjóvinnu, heldur þeir einir, sem verkin vinna.
En nú víkur sögunni nokkuð aftur í tímann. Sveinbjörn
Egilson hafði árið 1906 gefið út bækling, er nefndist LeiSar-
vísir í sjómennsku. Valtýr Guðmundsson prófessor skrifaði rit-
dóm um þá bók og komst meðal annars svo að orði:
. . . annað eins afskræmismál höfmn vér aldrei séð á
nokkru íslenzku riti. Eimreiðin 1907, bls. 147—148.
En nú kom á markaðinn önnur bók eftir Sveinbjörn um
sama efni. Nefndist hún Handbók fyrir íslenzka sjómenn.
Sveinbjörn Egilson skrifstofustjóri Fiskifélags Islands tók sam-
an. Rvk. 1925. I formála segir höfundur, að mörgum sé „upp-
sigað við sjómannamál það, sem hér er haft“. Kveðst hann
því hafa borið nokkur atriði, er málið vörðuðu, undir nokkra
nafnkennda skipstjóra, og nafngreinir hann þá (bls. vi). Þá
segir höfundur enn fremur:
Stjórn Fiskifélags Islands þakka eg fyrir styrk þann
til vinnunnar, er hún veitti mér án1) þess að hafa farið
yfir þau hröSaorSatiltæki1), sem bæklingur þessi inni-
heldur, en þau falla og standa með mér, og þau2) verð
eg einn að gera grein fyrir og er reiðubúinn til (bls. vii).
Frá orðanefnd hafði ekkert heyrzt um Ægisgrein Svein-
bjarnar, þá er áður var á minnzt, þótt greinilega væri skeytum
til hennar stefnt. En nú hefir Guðmundi
” Cg Finnbogasyni virzt Sveinbjörn hafa fyllt
mæli synda sinna. Um bók Sveinbjarnar og
1) Leturbreyting höfundar.
2) Sic!