Skírnir - 01.01.1954, Side 26
22
Halldór Halldórsson
Skírnir
málfar hennar ritaði Guðmundur grein i Morgunblaðið 12.
mai 1925 (bls. 2). Ber greinin nafnið Sjómannamál.
Fer Guðmundur í greininni viðurkenningarorðmn um Svein-
björn og starf hans í þágu verklegrar menntunar íslenzkra
sjómanna. Hins vegar veitist hann harðlega að málfarinu á
Handbókinni. Guðmundi farast meðal annars svo orð:
Svo rótgróin er fyrirlitning höf. fyrir því starfi, sem
unnið hefir verið á síðustu tímum að hreinsun sjómanna-
málsins, og það af nefnd, sem hann hefir sjálfur setið í,
að hann forðast sem mest hann má að taka upp orð, sem
nefndin hefir samþykkt og komin eru á prent.
Og ályktarorð Guðmundar voru þessi:
Ég vil því, í nafni allra þeirra, er íslenzkri tungu unna,
biðja höfundinn og stjórn Fiskifélags fslands að hafa
skömm fyrir frammistöðu sína í þessu efni, og jafnframt
skora ég á stjórn Fiskifélagsins að stöðva sölu bókarinnar
og láta snara henni á íslenzku, áður en hún kemur aftur
fyrir almenningssjónir.
Sveinbjörn Egilson lét ekki standa á svari. Birtist það i
Morgunblaðinuu 13. maí 1925 (bls. 3) og nefndist Opið bréf
til doktors GuSrnundar Finnbogasonar frá Sveinbirni Egilson.
Sjónarmið Sveinbjarnar er óbreytt frá því, er hann ritaði
Ægisgreinina, sem áður var frá sagt. f þessu opna bréfi andar
allköldu í garð Guðmundar Finnbogasonar. Segir þar svo:
Dettur yður í hug, að þér getið íslenzkað sjóvinnumál
það, sem nú er notað á skipum, svo nokkur mynd sé á,
þegar þér alls ekki skiljið þær setningar úr handbókinni,
sem þér tilfærið?
Svar Guðmundar Finnbogasonar birtist í Morgunblaðinu
14. maí 1925 (bls. 2). Skýrir hann nú nánara sjónarmið sitt
og starf orðanefndar. f greininni farast honum meðal annars
svo orð:
Ég og margir aðrir vil, að sjómamiamálið sé bætt, að
það sé hreinsað og fegrað. Það viljum vér gera með sama
hætti og við unnum í nefndinni forðum að málinu á
„Tilskipun um skoðun skipa“ o. s. frv. Þar voruð þið sér-
fróðu mennirnir, sem þekktuð alla þá hluti og handtök,