Skírnir - 01.01.1954, Page 27
Skírnir
Orðanefnd Verkfræðingafélagsins
23
sem skíra þurfti, og þar vorum við Sigurður Nordal, sem
fátt af þvi þekktum og urðum því að fá margar skýringar,
áður en við gætum stungið upp á nöfnum á þessu. Svo
komum við allir með uppástungur, hver sem betur gat,
og ræddum þær og völdum þá, sem að lokum þótti bezt.
Arangurinn af þessu samstarfi var málið á „Tilskipun-
inni“, sem ég vil skora á yður að birta sem mest af,
helzt allt orðasafnið aftan við, svo að almenningur geti
dæmt um, hvort þau orð eru ekki ögn þýðari, styttri og
auðskildari en málið á bók yðar.
1 Morgunblaðinu 15. maí 1925 (bls. 3) birtist OrSsending
iil Dr. GuSm. Finnbogasonar eftir Kr. Bergsson. Höfundur
hennar, Kristján Bergsson, var þá forseti Fiskifélags Islands
og hefir talið sig málsvara þess, en að því félagi hafði Guð-
mundur Finnbogason sveigt í fyrstu Morgunblaðsgrein sinni.
Kristján var illvígari en gengur og gerist í þessari „orðsend-
ingu“ sinni. Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hafði
því sýnt Guðmundi Finnbogasyni grein Kristjáns, áður en
hún birtist, og boðið honum rúm til andsvara í sama blaði.
Guðmundur þá ekki það boð, en neðan við grein Kristjáns
eru nokkrar línur frá Guðmundi til ritstjóra blaðsins, þar
sem Guðmundur kveðst ekki vilja eiga orðastað við greinar-
höfund.
1 Morgunblaðinu 16. maí 1925 (bls. 2) birtist AnnaZ opi'S
bréf til dr. GuSm. Finnbogasonar frá Sveinbirni Egilson.
Öþarft er að tilgreina nokkuð sérstakt úr þessu bréfi, því uð
sjónarmið höfundar er óbreytt, rök svipuð og áður og álíka
harka í framsetningu.
En nú kom nýr maður fram á sjónarsviðið í þessari deilu.
Var það dr. Alexander Jóhannesson. Nefndist grein hans
Ösæmileg deila og birtist í Morgunblaðinu 17. maí 1925 (bls.
2). Dr. Alexander ritaði hógværlega og prúðmannlega, en
tók þó eindregna afstöðu með Guðmundi Finnbogasyni bæði
gagnvart Sveinbirni Egilson og Kristjáni Bergssyni. Farast
honum meðal annars svo orð:
Það er hægt að gelta að öllum, en um merg þessa máls
munu allir sannir íslendingar vera sammála: að stóra