Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 28
24
Halldór Halldórsson
Skírnir
nauðsyn beri til að hreinsa mál vort, sjómannamál, iðn-
aðarmál og verzlunarmál, og að kosta ber kapps um, eins
fljótt og unnt er, að útrýma orðskrípunum. Orðatillögur
þeirra Guðm. Finnbogasonar og Sig. Nordal, er prentaðar
voru í „Tilskipun tun öryggi skipa“ og svo framvegis,
voru flestar ágætar, og þó að finnast kunni þeirra á
meðal nokkur orð, er sé ekki líkleg til að ná festu í mál-
inu — um það mun reynslan dæma — er stefnan hafin
rétt, og málhreinsun vor mun á næstu árum stefna beint
að réttu marki, þótt sumir menn vilji ekki þekkja sinn
vitjunartíma.
Nú dró að lokum þessarar hörðu deilu. Birtist ein grein
enn eftir Guðmund Finnbogason (Svar enn til skrifstofustj.
Sveinbj. Egilson, Morgunblaðið 18. maí 1925, bls. 7). Er
sjónarmið Guðmundar óbreytt. Og loks birtist ein grein eftir
Sveinbjörn Egilson (Útskýring fyrir dr. GuSm. Finnbogason
og sjómenn landsins, Morgunblaðið 19. maí 1925, bls. 4 (fram-
hald á bls. 3)). Er þetta alllöng grein. Flöfundur hefir síður
en svo skipt um skoðun, en heldur virðist hafa dregið úr þeirri
hörku, sem deilan hófst með.
Þannig lauk þessari ritdeilu, þeirri einu, sem um starf
orðanefndar stóð. Stefna nefndarinnar beið engan hnekki við
hana. Málhreinsunarstefnan stóð þá svo föstum fótum meðal
þeirra, sem aðstöðu höfðu til að móta viðhorfið í málfarslegum
efnum, að sterkari málefnaleg rök þurfti til þess að kippa
fótum undan henni en þau, er fram komu í greinum and-
stæðinga hennar.
Menn hafa ef til vill veitt því eftirtekt, að Sigurður Nordal,
sem ásamt Guðmundi Finnbogasyni bar höfuðábyrgð á stefnu
orðanefndar, kom ekki fram í sjálfri deilunni.
Hann var um þessar mundir á förum utan.
En þótt Nordal kæmi ekki við sögu, meðan á
deilunni stóð, lét hann þó til sín heyra um þessi mál ári síðar.
Hann flutti vorið 1926 fyrirlestur, er hann nefndi Málfrelsi.
Tilefni þessa fyrirlestrar var fyrr greind deila um sjómanna-
mál. 1 fyrirlestrinum gerir Nordal grein fyrir skoðunum sín-
um á afstöðunni til tungunnar, og bendir hann til saman-
Að endaðri
orrahríS.