Skírnir - 01.01.1954, Side 30
26
Halldór Halldórsson
Skírnir
Og „kúttarar“ og „klipparar"
og „klýverniðurhalarai“
spilltu gætni Guðmundar
og geðspekt Kristjáns Bergssonar.
Já, þann dag börðust landsins kjaft- og kompásar.
H.f. Reykjavíkurannáll. Eldvígslan. Opið bréf til almenn-
ins í fjórum þáttum. Rvk. 1926, bls. 26.1)
Á eftir ræða Egill og Garganella lítið eitt sumt í vísunni,
en ástæðulaust virðist að geta þess hér.
Jafnframt því sem orðanefndin vann að lagfæringu sjó-
mannamálsins, lét hún rafmagnsmálið eða „rafyrðin“, eins og
„ f þetta er venjulega nefnt í fundabókinni, mik-
magnsma . .g ^ gjn ta]ja Aðalráðunautar nefndarinnar
í þessum efnum voru þeir Steingrímur Jónsson og Guðmundur
Hlíðdal. En þrír menn aðrir sátu einn fund hver, þeir Gísli J.
Ölafsson, Jakob Gíslason og Steindór Bjömsson. Á þeim fundi,
er Steindór sat, var rætt um símatæki. Jakob Gíslason sat
síðasta fund nefndarinnar (13. febrúar 1933), og var þá til
umræðu reglugerð um raforkuvirki.
Á þessum fundum um „rafyrði“ er lagður grundvöllur að
rafmagnsmáli okkar. Og þessi grundvöllur hefir reynzt furðu-
traustur, því að það gengur kraftaverki næst, hve vel hefir
tekizt að smíða orð, er varða þetta efni. Sýnir það vel, að til
grunnsins var vandað og af kunnáttu og smekkvísi á honum
reist. Hygg ég, að engum öðrum verði meira þökkuð sú sam-
fella, sem verið hefir í þessu starfi allt til þessa dags, en Stein-
grími Jónssyni rafmagnsstjóra, þótt margir hafi þrifið hendi
að arðrimnn. Orðaskrár, sem um þetta efni birtust, voru þessar:
Nokkur heiti úr raffræðinni eftir orðanefnd Verkfræð-
ingafjelagsins með aðstoð Steingrims Jónssonar og Guð-
mundar Hlíðdal. T. V. F. I. 1920, bls. 71—73.
Nokkur heiti úr raffræðinni eftir orðanefnd V. F. 1. með
aðstoð Stgr. Jónssonar. T. V. F. I. 1923, bls. 24—25.
1) Mér er ókunnugt um höfund þessarar vísu. Höfunda Eldvlgslunnar
er ekki getið í útgáfunni, en Lárus Sigurbjörnsson telur þá Pál Skúlason
og Gústav A. Jónasson höfunda skopleiksins í Árbók Landsbókasafnsins
1945, bls. 85.