Skírnir - 01.01.1954, Page 31
Skírnir
Orðanefnd Verkfræðingafélagsins
27
Þessar orðaskrár komu ekki út í bókarformi fyrr en löngu
síðar. Höfðu þær þá verið auknar mjög og endurbættar, eins
og síðar verður vikið að.
Eins og áður er fram tekið, lögðu tvenn samtök verzlunar-
manna (Verzlunarráð Islands og Verzlunarmannafélagið
^ ,,Merkúr“) fram fé til þess að standa straum
. . ... af kostnaði við nýyrðasöfnunina og nýyrða-
viðskiptamah. JJ . ö JJ
smiðina. Það var at þeim sokum og raunar
fleirum næsta eðlilegt, að orðanefnd tæki verzlunarmál til
meðferðar. Hélt nefndin um þetta efni marga fundi á tíma-
bilinu 1924—1926. Var fyrsti fundurinn um verzlunarmál
haldinn 22. október 1924, en hinn síðasti 12. maí 1926. Aðal-
ráðunautur nefndarinnar um verzlunarmál var Garðar Gísla-
son, en einnig sótti Jón Björnsson allmarga fundi um þetta
efni. Aðrir, sem þátt tóku í sumum þessara funda, voru Arn-
dís Björnsdóttir, Engilbert Hafberg, Freysteinn Gunnarsson,
Jóna Sigurjónsdóttir, Laufey Vilhjálmsdóttir, Magnús Kjaran,
Sigríður Björnsdóttir og Steinunn Bjartmarsdóttir. Sumir sátu
þó aðeins einn fund.
Árangurinn af þessu starfi nefndarinnar var orðaskrá, er
birtist í Lesbók Morgunblaðsins 3. október 1926, bls. 2—6.
Orðaskrá þessi var síðar sérprentuð. Nefnist hún Orð úr vi8-
skiftamáli eftir Orðanefnd Verkfræðingafjelagsins (Rvk. 1927).
Öþarft er að taka fram, að nýyrðin eru yfirleitt haglega gerð.
Hafa sum þeirra nú náð festu í málinu, en önnur hafa átt erfið-
ara uppdráttar, til dæmis ávaxtaheitin. Greinilegt er, að nefnd-
in gerir ráð fyrir gagnrýni á tillögum sínum. Ekki veit ég
þó til, að slík gagnrýni hafi birzt á prenti, ef frá er talið, að
Spegillinn gabbast að sumum tillagnanna (4.árg.,l.tbl.,bls.8).
Framan við orðaskrána segir svo meðal annars:
Um orðin sjálf er ekki ástæða til að fjölyrða. Þeim
verður ekki lífs auðið, nema almenningur vilji taka þau
að sér. En vonandi er, að vandlæting manna beinist ekki
einungis að tilraunum til að íslenzka erlend orð, heldur
líka að hinum erlendu og hálferlendu orðskrípum, sem
láta eftir sig svarta bletti á tungunni. Orð úr viðskifta-
máli, bls. 4.