Skírnir - 01.01.1954, Side 32
28
Halldór Halldórsson
Skírnir
Mál
á heimilum.
Þá hafði nefndin nokkra fundi um „mál á heimilum“. 1
ráðum með nefndinni voru allmargar konur. Voru þær þess-
ar: Ásta Sighvatsdóttir, Elín Briem Jónsson,
Guðlaug Sigurðardóttir, Inga Lárusdóttir,
Jóna Sigurjónsdóttir, Kristín Þorvaldsdóttir,
Kristjana Pétursdóttir, Laufey Vilhjálmsdóttir, Margrét Jóns-
dóttir, Sigríður Björnsdóttir, Soffía Jónsdóttir (síðar Claessen)
og Steinunn Bjartmarsdóttir. Sumar kvennanna sóttu aðeins
einn fund.
Enga sérstaka orðaskrá gaf nefndin út um þetta efni, en
vafalaust hafa sum þeirra nýyrða, sem til urðu á þessum
fundrnn, komið í skránni um orð úr viðskiptamáli. Hins vegar
er rétt að geta þess, að til er í fórum frú Laufeyjar Vilhjálms-
dóttur spjaldskrá, sem runnin er frá orðanefndinni. Flest
þau orð, seni þar er að finna, varða „mál á heimilum". Má
af þessari skrá ekki aðeins fræðast um margar tillögur um
nýyrði, er fram hafa komið á fundum nefndarinnar, held-
ur einnig um ýmiss konar slettur og mállýti, sem um þessar
mundir hafa tíðkazt í Reykjavík. Sumt af þessu er nú með
öllu horfið, annað heyrist örsjaldan, en sumt lifir enn góðu
lífi. Tvímælalaust er rétt að hagnýta þetta safn við nýyrða-
söfnun þá, sem nú er unnið að.
Ýmislegt fleira lét orðanefnd sig skipta. T. d. voru á tveim-
ur fundum rædd heiti á sláttuvélarhlutum. Voru þessir fund-
ir haldnir dagana 1. og 3. fehrúar 1926. Ráðu-
nautur nefndarinnar var Árni G.Eylands. Um
þessar mundir hafði Árni í smíðum ritgerð
um sláttuvélar. Birtist ritgerðin í Búnaðarrit-
inu XL. árgangi og var síðan sérprentuð (Árni G. Eylands:
Sláttuvélar, Rvk. 1926). Aftan til í þessari ritgerð er orða-
skrá með þýðingum á sænsku. Hefi ég orð Árna fyrir því,
að skráin sé samin af Guðmundi Finnhogasyni, Sigurði Nor-
dal og sér. Flest nýyrðin, sem þarna eru, notaði Árni síðan
í riti sínu, Búvélum og ræktun, Rvk. 1950, en sú bók var all-
vendilega orðtekin, er safnað var landbúnaðarorðum í Nýyrði
II, Rvk. 1954. Virðist þessu verki nefndarinnar ætla að verða
langra lífdaga auðið.
Sláttuvélar,
„varpmál“,
skósmíðaorð.