Skírnir - 01.01.1954, Side 33
Skírnir
Orðanefnd Verkfræðingafélagsins
29
Um „varpmál" var haldinn einn fundur (26. okt. 1927).
Auk þeirra Guðmundar og Sigurðar sat Gunnlaugur Briem
símaverkfræðingur þann fund. Ég geri ráð fyrir, að „varp-
mál“ merki „útvarpsmál".
Um skósmíðaorð var einnig haldinn einn fundur í nefnd-
inni. Það var 21. marz 1922. Ráðunautur var Jón Stefánsson
skósmiður.
Innan Verkfræðingafélagsins fylgdust margir af áhuga með
störfum orðanefndar. Er oft skýrt frá störfum hennar á fund-
um, og stundum verða umræður um þau, shr. T. V. F. I. 1919,
bls. 57, og 1921, bls. 11. Á aðalfundi á Hótel Borg 24. febrúar
1932 er þess getið, að orðanefnd hafi ekki starfað (T. V. F. I.
1932, bls. 46). Og í Timaritið 1937 skrifaði Geir G. Zoega
um Verkfræðingafélagið 25 ára og minnist þar á starfsemi
orðanefndar, en getur þess jafnframt, að hlé hafi orðið á
starfi hennar (bls. 21).
Það er greinilegt, að ýmsir verkfræðingar hafa unað því
illa, að engin orðanefnd starfaði á vegum félagsins. Sérstak-
lega munu rafmagnsverkfræðingar hafa ver-
ið áhugasamir um orðasmíð.1) Þeir stofnuðu
árið 1941 sérstaka rafmagnsverkfræðingadeild
innan V. F. I., og skömmu eftir stofnun henn-
ar var sett á laggirnar innan deildarinnar sér-
stök orðanefnd. Upphaflega áttu sæti í þessari nefnd þeir
Guðmundur Marteinsson, Gunnlaugur Briem og Steingrímur
Jónsson, en um svipað leyti og nefndin tók til starfa var Jakob
Gislasyni bætt í hana. Þessi nefnd hefir gefið út Or'Sasafn II.
RafmagnsfræSi. Danskt-íslenzkt bráSabirgða orðasafn tekið
saman af orðanefnd RafmagnsverkfræSingadeildar V. F. 1.
Helztu orS úr rafmagnsfræSi ásamt nokkrum orSum úr skyld-
um greinum svo sem eSlisfræSi, efnafræSi, stærSfraeSi og vél-
fræSi. — PrentaS sem handrit. — Rvk. 1952.
I T. V. F. I. 1953 er birt Bréf til stjórnar R. V. F. 1. frá
orðanefnd félagsins. Er þar skýrt frá því, hvernig fyrr greint
orðasafn varð til. Þar segir meðal annars svo:
1) Fleirum er þó hugstætt, hverja afstöðu taka beri til tökuorða og ný-
yrða, sbr. grein eftir Sigurð Pétursson í T. V. F. 1. 1946, bls. 31—32.
Orðanefnd
Rafmagns-
verkfræðinga-
deildar V. F. I.