Skírnir - 01.01.1954, Page 35
G. TURVILLE-PETRE:
UM DliÓTTKVÆÐI OG ÍRSKAN KVEÐSKAP
Hér á eftir langar mig að gera nokkurn samanburð á kveð-
skap norrænna manna og íra. En fyrst af öllu er þá réttast
að minnast fáeinum orðum á meginatriðin í sögu frlands á
víkingaöld.
Ekki er vitað, hvenær norrænir menn hafi komið fyrst auga
á frland. Hugsanlegt er, að hinn mikli haffloti, sem herjaði
eyjuna Tory árið 617, hafi verið skipaður norrænum mönn-
um, en það getur aldrei orðið annað en getgáta. En traustar
heimildir herma, að norrænir víkingar hafi herjað Eyna
Helgu (fona) og Lambey árið 795 og Inish Patrek, skammt
frá Mön, árið 798. Fám árum síðar ræntu víkingar Inish-
murray við Sligo, og skarar þeirra sóttu upp í land alla leið
að Roscommon. frskir annálaritarar skýra frá mörgum land-
göngum og herferðum á næstu árunum á eftir, aðallega á
Suður-írlandi. Árið 823 var gerð árás á Bangor við Belfast
Loch, og skömmu síðar voru gerðar fleiri árásir á austur-
strönd frlands.
Þegar svo var komið, virðast norrænir menn hafa verið
farnir að nema land á írlandi, og sagnaritarar frá þeirri öld
gefa í skyn, að heilir hópar þeirra hafi verið búsettir í East
Meath um árið 826 og á strönd Wicklow um 835.
Ekki verður sagt með vissu, af hvaða þjóðflokkum þessir
fyrstu vikingar hafi verið, en samt má gera ráð fyrir því, að
sumir þeirra hafi verið Norðmenn, sem bjuggu á Orkneyjum
og á Hjaltlandi. Norðmenn höfðu þegar búið á þeim eyjum í
nokkra áratugi.
Árið 832, segja írskir annálaritarar, sté norski höfðing-
inn Turges fótum á land á Norður-írlandi, og í fylgd með