Skírnir - 01.01.1954, Side 36
32
G. Turville-Petre
Skírnir
honum var mikill og konunglegur floti. Fleiri flotar, sem
væntanlega hafa lotið undir Turges, tóku land í ýmsum
höfnum á Irlandi. Turges var viðurkenndur konungur allra
manna á Irlandi, og vafalaust hefir hann líka ráðið fyrir
mörgum frum.
Skipulag írska þjóðfélagsins hefir hrunið undir ofríki Tur-
ges. Hann lagði klaustrið í Armagh undir sig, rak ábótann í
útlegð og gerðist sjálfur ábóti yfir klaustrinu. Kona hans, Ota,
tók sér ekki minni tign í Clonmacnois og kvað upp spádóma
frá altari dómkirkjunnar sem heiðin völva.
frskir sagnaritarar frá þeirri öld lýsa Turges með herfi-
legum orðum, svo sem hann hefði verið persónugervingur
heiðindóms eða jafnvel Anti-Kristur sjálfur. Seinni tíma sagn-
fræðingar hafa haldið því fram, að markmið hans hafi verið
að uppræta kristindóm og stofna rammheiðið ríki á írlandi.
En varla hefði honum getað dottið slíkt í hug. Heiðnir menn
höfðu engar fastar kenningar í trúmálum og skiptu sér lítið
af trúmálum annarra manna. Turges rænti kirkjur og
klaustur af því, að í þeim voru geymdar dýrmætar gersimar
og auður fjár; hann gerðist ábóti yfir munklífinu í Armagh,
af því að hann girntist ábótavaldið.
Ríki Turges stóð ekki lengur en þrettán ár; þá var hann
tekinn höndum af írskum höfðingja, sem lét drekkja hon-
um. Eftir dauða hans óx mótspyrna íra um tíma, og annála-
ritarar ræða minna um bardaga á milli norrænna manna og
íra en um bardaga á milli hvítra og svartra útlendinga, þ. e.
a. s. á milli Norðmanna og Dana á ströndum írlands. írskir
höfðingjar börðust við hlið Norðmanna eða Dana, eftir þvi
sem þeim þótti sér bezt gegna.
Miklir skarar af Dönum fóru til írlands um miðja níundu
öld, og voru þá háðir blóðugir bardagar. Svo er sagt, að í ein-
um bardaga hafi Danir farið halloka, en þá hafi þeir heitið
á hinn helga Patrek, eftirlætisdýrling Ira, og orðið sigur-
auðugir. Slíkar frásagnir sýna, hve litla óbeit norrænir heið-
ingjar hafa borið í brjósti til kristindóms og kristinna siða.
Dönum varð framgengt í orrustum við Norðmenn fyrst um