Skírnir - 01.01.1954, Side 37
Skírnir
Um dróttkvæði og írskan kveðskap
33
sinn, en vald þeirra var brotið á bak aftur, þegar norski
höfðinginn Amlaibh sté fótum á land árið 853. Sagt var um
Amlaibh, að hann væri sonur konungsins í Lochlann (Nor-
egi, og ýmsir fræðimenn hafa haldið því fram, að hann
muni vera sami maður og Ölafur hvíti, sem oft er getið í ís-
lenzkum ritum, er fjalla um landnámsöldina, en íslenzku
heimildirnar styðja ekki þá ályktun. Amlaibh varð nú höfð-
ingi yfir öllum útlendum mönnum á frlandi; en írskir höfð-
ingjar börðust stundum með honum og stundum á móti.
frar og norrænir menn höfðu nú búið sem nágrannar í
h. u. b. mannsaldur, og menning hvors þeirra um sig tók
að hafa áhrif á menningu hins. Norski fræðimaðurinn C.
Marstrander1) hefir rannsakað tökuorðin, sem írskan hefir
fengið úr norrænu, og kemst hann að þeirri niðurstöðu, að
flest þeirra megi rekja til mállýzku þeirrar, sem töluð var í
Suðvestur-Noregi. Hann heldur því fram, að sum þessara
tökuorða sýni norskar orðmyndir, sem geta ekki verið yngri
en frá miðri níundu öld.
Þessi blandaða norsk-írska menning kemur skýrlega í ljós
í sögunum um þjóðflokkinn Gall-Gael eða „útlenda íra“.
Þessi þjóðflokkur kemur fyrst til sögunnar um miðja níundu
öld. írskir annálaritarar segja nokkuð frá þeim. Sumir segja,
að þeir hafi verið írar, sem hefðu verið fóstraðir af norræn-
um mönnum; aftur á móti segja aðrir, að þeir hafi verið
írar, sem kastað hefðu kristni og tekið upp siðu norrænna
manna. Mikill hluti þeirra hefir vafalaust verið synir nor-
rænna manna og írskra kvenna.
Um stuttrar stundar bil koma Gall-Gael fram sem sér-
stakur þjóðflokkur, herskár og óháður öðrum. Þeir börðust
stundum með írum og stundum með Norðmönnum, eins
og þeim sýndist. Þeir gengu feti framar en Norðmenn í of-
beldi og harðýðgi; þeir ofsóttu kirkjur engu minna en Norð-
menn og voru kallaðir „synir dauðans“. Nafn eins höfðingja
þeirra segir sína sögu: hann hét Caithil Finn; hið norska
nafn, Ketill, er tengt írsku viðurnefni, sem merkir „hvítur“.
Caithil var sigraður og drepinn af norska höfðingjanum
3