Skírnir - 01.01.1954, Page 38
34
G. Turville-Petre
Skírnir
Amlaibh um 856. Eftir hans dag ganga fáar sögur af her-
ferðum Gall-Gael á Irlandi, en hinn blandaði norsk-írski
þjóðflokkur, sem átti heima á Vestur-Skotlandi og í Suður-
eyjum hét líka Gall-Gael á seinni öldum.
Amlaibh dvaldist á Irlandi öðru hverju til ársins 870. Þá
er sagt, að hann hafi horfið heim til Noregs, þar sem faðir
hans átti í ófriði. Þetta er ekki ótrúlegt, af því að íslenzkir
sagnritarar herma, að á þessum árum hafi innanlandsófriður
hafizt í Noregi, þegar Haraldur hárfagri barðist til ríkis.
Nii kemur friðaröld yfir Irland, og hefir hún líklega stafað
af þvi, að norsku höfðingjarnir voru önnum kafnir heima
fyrir og höfðu ekki tök á að senda mikinn liðsafla til írlands.
Á þessum árum komu norrænir menn fyrst auga á ísland,
þó að líklegt sé, að írar liafi farið þangað mörgum manns-
öldrum áður. Hugsanlegt er, að norrænir menn hafi fyrst
heyrt Islands getið hjá írunum. Fyrstu landnámsmenn rák-
ust á írska einbúa, sem höfðu þegar setzt að á Islandi. Mál-
lýzka sú, sem flestir landnámsmenn Islands hafa talað, hef-
ir verið hin sama sem töluð var í Suðvestur-Noregi og sú, sem
drottnaði aðallega í norrænum nýlendum Irlands. Landnám
Islands hefir auðvitað átt sér ýmsar orsakir. Ein þeirra hefir
verið ofríki Haralds hárfagra, eins og íslenzkir sagnritarar
herma. En eftir því sem ég get bezt séð, mun önnur or-
sökin eiga rætur að rekja til ástandsins á írlandi á þeim ár-
um. Eftir að Amlaibh var farinn heim, voru horfur óvæn-
legar fyrir hina „hvítu útlendinga“. Mörgum þeirra hefir
þótt ákjósanlegt að flytja bú sitt til Islands. Satt að segja
hefir drjúgur hluti landnámsmanna komið frá írlandi og
frá Suðureyjum, en ekki frá Noregi sjálfum.
Samkvæmt ættartölunum voru margir landnámsmenn af
blönduðu kyni, og arfsagnir gefa í skyn, að þeir hafi líka
verið blandnir að trú og menningu. Slíka menn hefðu írskir
annálaritarar kallað Gall-Gael.
Einn af helztu landnámsmönnunum var Helgi hinn magri,
sem nam Eyjafjörð allan. Faðir hans, Eyvindur, var ætt-
aður úr Gautlandi, en hafði setzt að á írlandi, en móðir Helga