Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 39
Skírnir
Um dróttkvæði og írskan kveðskap
35
var Rafarta, dóttir smákonungs eins á Irlandi, Kjarvals að
nafni. Sagt er, að Helgi hafi verið mjög blandinn í trú; hann
trúði samtímis á Þór og á Krist. Auður hin djúpúðga nam
mikið svæði á Islandi vestanverðu; hún var alin upp á Suð-
ureyjum, þar sem faðir hennar hafði ráðið ríkjum sem jarl
Haralds hárfagra. Auður var kristin og vel trúuð. Einn af
fylgdarmönnum hennar, Erpur, var sonur jarls eins á Skot-
landi og konungsdóttur á frlandi.
örlygur var líka ágætur landnámsmaður og frændi Auðar.
Eins og frænka hans hafði örlygur verið alinn upp í Suður-
eyjum af biskupi, sem Patrekur hét. örlygur reisti kirkju á
Kjalarnesi, og niðjar hans tóku upp þann sið að heita á
Kolmkilla, einn af aðaldýrlingum fra, þó að þeir væru ekki
lengur kristnir.
Ýmsir íslenzkir höfðingjar báru írsk nöfn eða auknefni,
eins og Njáll, Kormákur, Helgi bjólan, Ölafur feilan, en
þrælar, sem hétu írskum nöfnum, voru tiltölulega fleiri. Ég
þarf ekki að nefna aðra en Dufþak og Melkólf.
Menning íslendinga í upphafi var því ekki óblönduð. Hún
var norræn í aðalatriðum, en áhrif frá Bretlandseyjum, og
sérstaklega frá írlandi, hafa verið talsverð.
Fræðimenn greinir á um, hve sterk þessi írsku áhrif á
menningu íslendinga hafi verið og á hverjum sviðum sé
helzt að leita þeirra. í þessari grein mun ég líta á þetta
vandamál aðeins frá einu sjónarmiði. Ég mun rannsaka ýmsa
bragarhætti, sem tíðkuðust hjá írskum og norrænum skáldum
fyrr á öldum.
Fyrst er æskilegt að rekja sögu braglistarinnar á írlandi
í stórum dráttum. í höfuðdráttum styðst ég við sérfræðing-
ana D. Hyde, R. Thurneysen og K. Meyer,2) en fer mínar
eigin götur að öðru leyti.
í upphafi, eftir því sem bezt verður séð, hafa bragarhættir
þeir, sem tíðkuðust hjá írskum skáldum, verið svipaðir hin-
um frumgermönsku. Höfuðatriðin voru hljóðfall (hrynjandi)
og stuðlasetning. Hrynjandin var háð aðaláherzlu, eða risinu,
sem endurtók sig á tilteknum tímafresti. Tala áherzlulausra