Skírnir - 01.01.1954, Page 40
36
G. Turville-Petre
Skírnir
atkvæða var ekki fastákveðin, en breyttist frá vísuorði til
vísuorðs, eins og gerist í hinni fornensku BjólfskviSu og í
elztu norrænu hetjukvæðunum, HamSismálum og HlöSskviSu.
Stuðlasetning í elztu írsku kvæðunum var háð sams konar
lögmálum og í germönskum kveðskap. Atkvæði, sem báru
aðaláherzlu og hófust með sama samhljóði, stóðu i stuðlum,
en öll upphafssérhljóð í áherzluatkvæðum voru jafngild og
gátu stuðlazt saman. En í elztu írsku kvæðunum var stuðla-
setningin ekki höfð, eins og tíðkaðist í germönskum kveð-
skap, til að binda vísuorð saman við vísuorð, heldur stuðl-
aðist hvert áherzluatkvæði við það næsta, og svo myndaðist
eins konar keðja, sem rofnaði, þegar stuðillinn féli á annan
upphafsstaf. Eitt dæmi sýnir, hvernig þessari stuðlasetning
var oftast háttað:
/ Bruisius, / bröosus
/ bárnia / lond / Labraid,
/ láth / Elggae,
/ ane / Luirc / Löiguiri.
Stuðlarnir þurftu ekki að binda vísuorðin tvö og tvö saman,
eins og þeir gera í fomgermönskum og íslenzkum kveðskap.
En eins og hið tilgreinda dæmi sýnir, má stuðla þriðja vísu-
orð við annað og fjórða við þriðja. Vísurnar má tengja sam-
an á sama hátt, og næsta vísan í þessu kvæði er:
/ Lugaid / löig, / lond
/ Labraid, / sanb / Sétne,
/ sochlu / Cöil / Cobthach,
/ conn / Mál / Muiredach.
K. Meyer hefir rannsakað þessi frumstæðu írsku kvæði af
mikilli gaumgæfni. Hann tilfærir aðeins fá kvæði, sem kveð-
in eru undir slíkum hætti, og kemst að þeirri niðurstöðu, að
flest þeirra hafi verið ort í lok sjöttu aldar eða á sjöundu öld.
Efnið í flestum þeirra er lítilfjörlegt. Ættartölur höfðingja
eru raktar til Adams og annarra frægra manna Gamla Testa-
mentisins. Stundum er minnzt á afreksverk forfeðranna, og
á yfirborði eru kvæðin ekki ólík Ynglingtali, Háleygjatali og