Skírnir - 01.01.1954, Page 42
38
G. Turville-Petre
Sldrnir
brot, sem varla er hægt að skipa í erindi með reglulegri lengd,
þrátt fyrir fasta stuðlasetningu og hrynjandi.
Slík dæmi vekja grun um, að elztu skáld fra hafi ekki
þekkt erindaskiptingu. Bæði erindaskiptingu og lokarím má
líklega rekja til sálma og þjóðkvæða á latínu, þó að lokarímið
hafi fyrst náð fullkomnun hjá írsku skáldunum.
Þessi frumstæði, hljóðfallsbundni kveðskapur íra hefir fall-
ið úr tízku á sjöundu eða á áttundu öld, og í stað hans kemur
hinn svo kallaði „samstöfubundni“ (syllabiski) kveðskapur.
Hann er nefndur svo, af því að samstöfufjöldi innan vísuorðs
er bundinn og fastákveðinn.
Kveðskapur af þessu tæi hefir fullt eins sterka hrynjandi
sem hinn frumstæðari, en grundvöllur hrynjandi hans er
annar. Hrynjandin fer ekki eftir áherzlu, heldur eftir fjölda
atkvæða í vísuorði, eftir síðustu áherzlu þess og eftir formi
niðurlags vísuorðsins.
Flestir fræðimenn eru sammála um það, að þessi samstöfu-
bundni kveðskapur eigi rót sina að rekja til sálma og þjóð-
kvæða á latínu, sem ort voru á fimmtu og sjöttu öld. R.
Thurneysen hefir í frægri grein, sem var birt í Revue Celtique
(VI, 1885, bls. 336 o. áfr.), bent á nokkur eldgömul kvæði á
latínu, sem hann álítur, að verið hafi fyrirmyndir, sem írsk
skáld hafi farið eftir.
Sérkennilegt er, að í þeim dæmum, sem Thurneysen til-
færir, er atkvæðafjöldi í vísuorðinu bundinn; hvert vísuorð
endar á vissan hátt, og staða síðustu áherzlunnar er háð föst-
um lögmálum. í því dæmi, sem hér er tilgreint, er vísuorðið
samsett af fimmtán samstöfum, en skorið sundur í tvennt, af
því að eftir áttundu samstöfu kemur málhvild (sæsura). Því
næst má skipta þessu langa vísuorði í tvö stutt vísuorð; hið
fyrra er áttkvætt, en hið síðara sjökvætt:
Caesar Gallias subegit
Nicomedes Caesarem,
Ecce Caesar nunc triumphat
qui subegit Gallias.
En þau kvæði frá meginlandinu, sem Thurneysen tilfærir,