Skírnir - 01.01.1954, Page 43
Skírnir
Um dróttkvæði og írskan kveðskap
39
eru ólík hinum samstöfubundnu írsku kvæðum í því, að aðal-
áherzlurnar eru jafnmargar í hverju vísuorði og eru endur-
teknar með tilteknu millibili.
Til eru enn þá frumstæðari kvæði á latínu, sem eru likari
hinum samstöfubundnu írsku kvæðum í sumum atriðum.
Sálmur, sem Ágústinus hinn helgi hefir ort á móti villu-
trúarmönnum, Donatistum, á fjórðu öld eftir Krist, er gott
dæmi.4) Hvert vísuorð er saman sett af sextán samstöfum,
en skiptist í tvö stutt vísuorð, sem hvert er myndað af átta
samstöfum. Áherzlurnar eru ekki jafnmargar í hverju vísu-
orði, en staða síðustu áherzlunnar í vísuorði eða vísuorðs-
helmingi er alltaf hin sama. Þar af leiðandi hefir niðurlag
vísuorðsins alltaf sama form. f þessum sálmi er niðurlagið
alltaf með réttum tvilið. Eitt vísuorð er:
Propter hoc dominus noster
voluit nos praemonere
og annað:
congreganti multos pisces
omne genus hinc et inde.
Stundum eru niðurlagssamstöfur bundnar saman með loka-
rími:
omnes qui gaudetis de pace
modo verum iudicate.
Stundum kalla latínubragfræðingar kveðskap af þessu tæi
„rhythmiskan". Fræðimenn, sem fást við írska bragfræði,
myndu líklega kalla hann „órhythmiskan“, en ég held, að
þeir hefðu ekki rétt fyrir sér. Hann hefir aðaleinkenni sam-
stöfubundins írsks kveðskapar; samstöfurnar eru taldar, og
línulok hafa visst form, en áherzlurnar á undan þeirri síð-
ustu eru breytilegar að stöðu og tölu. Áttkvæðar braglínur,
sem enda á tvílið, eins og sálmur Ágústínusar, eru til í
fornirsku, en sá háttur er ekki algengur. Ég tilfæri eitt dæmi
úr írskri ritgerð um bragfræði, sem samin var á miðöldum:
A mic rig na cairce C a/cualaind
fin duid ismid mailte / maidim