Skírnir - 01.01.1954, Page 44
40
G. Turville-Petre
Skírnir
isrut amilid a/malaind
dolaim doririb i/croirind.5
Eftirlætisbragarháttur Ira hét Debide, og í honum voru
vísuorð oftast nær samsett af sjö samstöfum. 1 þessum hætti
breyttist form línuloka, en það breyttist ekki eftir vild, held-
ur eftir fastri reglu. T. d. ef síðasta áherzlan í fyrstu brag-
línu féll á lokasamstöfu, myndi síðasta áherzlan í næstu brag-
línu falla á næstsíðustu eða næstnæstsíðustu samstöfu eins
og í þessu dæmi:
Inmain tír an tír út / thoir
Alba cona / hingantaib:
nocha ticfuinn eisdi Cil/le
mana tísainn le / Noise.6
Hinum samstöfubundna kveðskap Ira er skipt í erindi,
og hvert erindi er oftast samsett af fjórum braglínum. Eins
og ég hefi þegar getið, virðist erindaskipting hafa verið í tízku,
áður en hinir samstöfubundnu bragarhættir náðu fullkomn-
un, en allt um það á erindaskipting væntanlega rót sína
að rekja til sálma og þjóðkvæða á latínu.
Ekki mun ég ræða að þessu sinni um hina f jölbreyttu hætti,
sem tíðkuðust með írum, og ekki heldur um úrfellingu né um
braglínur, sem eru stýfðar eða hnepptar; ég mun ekki heldur
ræða um lokarím, skothendingu eða aðalhendingu í írskum
kveðskap, heldur sný ég mér að norrænum bragarháttum og
mun nú reyna að sjá, hvort þeir séu sambærilegir.
Elztu kvæðin, sem varðveitzt hafa á Norðurlöndum, eru
hljóðfallsbundin með reglulegri stuðlasetningu. Eins og í
elztu írsku kvæðunum er áherzla undirstaða háttarins, og
aðaláherzlan er endurtekin með tilteknu millibili. Vísuorð eru
mynduð, og hvert þeirra felur í sér tvö áherzluatkvæði. Vísu-
orðin eru bundin saman tvö og tvö með stuðlasetningu. Hér
þarf að greina á milli stuðla í þrengri merkingu og höfuð-
stafs, en ekki þarf að skýra þetta fyrir íslenzkum lesendum.
Höfuðstafur fellur vanalega á fyrsta áherzluatkvæði í öðru
vísuorði, stuðlarnir falla á annað eða á bæði áherzluatkvæði