Skírnir - 01.01.1954, Page 45
Skírnir
Um dróttkvæði og írskan kveðskap
41
í fyrsta vísuorðinu. Áherzlumar eru jafnmargar í hverju vísu-
orði, en tala áherzlulausra atkvæða, sem fara á milli þeirra
eða á undan, breytist frá visuorði til vísuorðs, eins og þetta
dæmi sýnir:
Sjau eigu vit salhús,
sverða full,
hverju eru þeira
hjQlt ór gulli.
Yafasamt er, hvort rétt er að skipa þessum fornu kvæðum
í erindi. Nútíma-útgefendur gera það oftast, en jafnvel hinir
smásmugulegustu þeirra geta ekki gert erindin jafnlöng.
Þessi forni háttur norrænna manna er mjög svipaður þeim,
sem var notaður í hinni fornensku BjólfskviÖu og í hetju-
kvæðum germanskra þjóða á meginlandi Evrópu. Forn-
germönsku kvæðin skiptast ekki í erindi.
En erindaskipting kemur smám saman fram í norrænum
kveðskap, og hið fullkomna erindi er oftast samsett af átta
braglínum, og skiptist hvert erindi í tvö hálferindi eða tvo
visuhelminga með talsverðu bili eftir fjórðu braglinu. Hver
vísuhelmingur er fullkomin heild að formi til, og setningar
hans eru málfræðislega fullkomnar. Hinn norræni vísuhelm-
ingur hefir því inni að halda fjórar braglínur og er svipaður
vísunni, sem tíðkaðist hjá írskum skáldum og latínuskáldum.
Hljóðfallsbundinn kveðskapur af þessu tæi er um þriðj-
ungur af þeim kveðskap, sem varðveittur er í forníslenzkum
handritum. Mikill hluti hans er varðveittur í Konungsbók
Sœmundar Eddu. Bragfræðilegra fyrirmynda hans er að
leita meðal hetjukvæða Englendinga og annarra germanskra
þjóða.
En að formi til eru langflest forníslenzk og norsk kvæði
gerólík Eddukvæðunum, og má kalla þau einu nafni drótt-
kvæði eða „hirðkvæði“. Enginn mun efast um það, að bragar-
hættir, sem hirðskáldin nota, séu mun yngri en þeir, sem
Edduskáldin notuðu, en menn eru ekki sammála um aldur
og uppruna þeirra.