Skírnir - 01.01.1954, Page 46
42
G. Turville-Petre
Skírnir
Norrænu dróttkvæðin líkjast hinum samstöfubundnu írsku
kvæðum í mörgu, en eru ólík þeim í öðru.
Eins og í írsku kvæðunum eru atkvæðin talin, og í flestum
háttum dróttkvæðaskáldanna eru lok vísuorða með ákveðnu
formi. Oftast, en ekki alltaf, eru þau með réttum tvilið. f upp-
áhaldshætti fra, Debide, er vísuorðið samsett af sjö atkvæðum,
en í eftirlætishætti dróttkvæðaskálda, dróttkvæðmn hætti, er
vísuorðið samsett af sex samstöfum og endar alltaf á rétt-
um tvílið:
Þél hoggr stórt fyr stáli
stafnkvígs á veg jafnan
út með éla meitli
andærr jptunn vandar . . .
Rétt er að geta þess, að í þessum vísuhelmingi eins og í
öllum, sem eru kveðnir undir dróttkvæðmn hætti, fara stuðl-
arnir eftir enn þá strangari reglum en í Eddukvæðunum. Fyrsta
áherzluatkvæði í öðru vísuorði á alltaf að stuðla, og heitir upp-
hafsstafur þess höfuðstafur; tvö áherzluatkvæði í fyrsta vísu-
orði eiga líka að stuðla, og heita þau stuðlar í þrengri merk-
ingu.
Vísuhelmingurinn, sem ég tilfærði nú, er ortur undir
dróttkvæðum hætti, en skáldið hefir farið eftir strangari regl-
um en vanalegt er. Vísuorðin eru tengd saman með stuðlum
tvö og tvö, eins og gerist í Eddukvæðunum, en þar að auki
felur hvert vísuorð í sér eins konar innrím, hendinguna, sem
fellur á síðasta áherzluatkvæði og á eitt áherzluatkvæði inni
í vísuorðinu. Hendingin í öðru og fjórða vísuorði er kölluð
aðalhending, þ. e. a. s. samhljóðin í atkvæðislokum eru ekki
einungis söm, heldur fara sömu sérhljóðin á undan þeim:
stafn : jafn, and- : vand-.
frsk skáld nota aðalhendingu ekki síður en þau norrænu,
en hjá frum er hún öðruvísi mynduð, og staða hennar varð
ekki eins og í dróttkvæðum hætti; sérhljóðin þurftu að vera
eins, en samhljóðin, sem á eftir fóru, þurftu aðeins að vera
af sama flokki. í mörgum írskum háttum var aðalhendingin
notuð sem lokarím til að tengja línulok saman, en hún var