Skírnir - 01.01.1954, Page 47
Skírnir
Um dróttkvæði og írskan kveðskap
43
líka notuð til að tengja orð inni í einu vísuorði saman við
orð í næsta vísuorði.
I fyrsta og þriðja vísuorði í dæminu, sem tilfært var, er
hendingin kölluð „skothending"; sérhljóðin eru ólík, en sam-
hljóðin, sem á eftir fara, eru söm: þél : stál, út: meit. Skot-
hending er ekki ólík „consonance“ eða samhljóðun, sem írsku
skáldin notuðu. Eins og hin írska samhljóðun er skotliend-
ing mynduð af sömu samhljóðum, en ólíkum sérhljóðum.
En skothendingin er ólík hinni írsku samliljóðun að því, að
samhljóðin eiga að vera hin sömu; í samhljóðun þurfa þau
aðeins að heyra til sama flokki. Samkvæmt írskri bragfræði
er samhljóðum skipt í sex flokka: „mjúk“ (c, p, t), „hörð“
(b, g, d), „gróf“ (ch, ph, th), „sterk“ (11, m, mm, ng, nn, rr),
„létt“ (bh, gh, dh, 1, mh, n, r); s stendur sér. Erindið í eftir-
farandi dæmi er ort undir hættinum Rannaigheacht Mhór;
aðalhending er á milli lokaatkvæða annars og fjórða vísuorðs,
en samhljóðan eða skothending á milli fyrsta og þriðja vísu-
orðsins:
Imdha broc ag dol fa^a / dhíon
ann is miol muighe nach / mall,
is édan rionntanach / róin
ag techt on muir moir an/all.
Norrænu hirðskáldin voru næstum því eins margbreytin
í notkun hátta og írarnir. Hér um bil hundrað hættir eru til
í forníslenzku; hver þeirra hefir nafn fyrir sig, og miðalda-
hragfræðingar hafa greint milli þeirra, alveg eins og írskir
bragfræðingar gerðu í málfræðisritgerðum sínum. Eitt til-
brigði, sem hirðskáldin notuðu, var að „stýfa“ annað hvert
vísuorð með því að skera af hið áherzlulausa lokaatkvæði, og
hljóðfallið varð þá allt annað, eins og þessi vísuhelmingur
eftir landnámsmanninn Þóri snepil mun sýna:
Hér liggr, kjóla keyrir
Kaldakinn of aldr,
en vit fyrum heilir,
Hjplmun-Gautr, á braut.