Skírnir - 01.01.1954, Side 48
44
G. Turville-Petre
Skírnir
1 öðrum tilfellum er hvert vísuorð stýft eins og í eftirfar-
andi dæmi, sem Öttarr svarti orti á fyrstu árum elleftu aldar:
Fold verr folk-Baldr,
fár má konungr svá,
Qm reifir Áleifr,
es framr Svía gramr.
Irsk skáld hafa líka notað þetta tilbrigði, sem hefir mjög
eftirtakanleg áhrif á hljóðfallið. Eftirfarandi dæmi á forn-
írsku er ort undir hætti, sem er afbrigði af Debide, en
fyrsta vísuorðið í erindinu er stýft, og því heitir hátturinn
„hið stutta Debide“ (Debide gairit):
Do chath / rod,
a Dhé nime, ni ma / lott,
ba Suibhne Geilt m’ainm iar / sin,
mh’aonar dhamh a mbarr / eidhin.9
Hinn sjökvæða háttinn, Rannaigheacht, sem hefir „víxl-
rím“, má stýfa á sama hátt. Hetjan Ferdiad á að hafa kveðið
þetta erindi, áður en hann hóf hið sorglega einvígi við fóst-
bróður sinn Cú Chulainn:
Truag a / Dhé
teacht do mhnaoi eadrom as / é,
leth mo croidheCin Cú cen / col,
agus leth croidhe na Con / mé.10
Ég hefi tilfært aðeins fá dæmi, en samt hygg ég, að þau
séu nóg til að sýna, í hverju líkingin á milli írskra og nor-
rænna bragarhátta er helzt fólgin. 1 háttum hirðskálda, eins
og í írsku háttunum, er hver samstafa talin, og aðeins ör-
lítið svigrúm þykir leyfilegt. 1 írskum bragarháttum, eins og
í háttum hirðskálda, er form línuloka eitt aðalatriði. Nýir
hættir eru myndaðir, ekki eingöngu með því að breyta um
tölu atkvæða, heldur líka með því að breyta rnn form línu-
loka. Bæði í írskum og fornnorrænum kveðskap eru aðal-
hending og skothending notaðar, en þær eru öðruvísi mynd-
aðar og hafa mismunandi stöðu í vísunum. Eins og írsku
skáldin voru hirðskáldin vísvitandi hagleiksmenn, og þvi