Skírnir - 01.01.1954, Page 49
Skírnir Um dróttkvæði og írskan kveðskap 45
voru þeir alltaf fúsir til að gera tilraunir og mynda nýja
hætti.
En í mörgu eru bragarhættir dróttkvæðaskálda frábrugðnir
hinum írsku. 1 hvorum tveggja er stuðlasetning við höfð, en
í samstöfubundnum kvæðum Ira er hún höfð aðallega til
prýðis, en hún er eitt höfuðatriði í bragarháttum dróttkvæða-
skálda, sem ekki má án vera. 1 stuðlasetningu líkjast bragar-
hættir dróttkvæðaskálda þeim, sem Edduskáldin og forn-
germönsku skáldin notuðu.
Enn er til mismunur, sem ég hefi varla getið. 1 flestum
samstöfubundnum kvæðum Ira eru línulokin tengd saman
með rími. I mörgum háttum er rímið hið svo kallaða víxl-
rím. En í Debide, sem er algengastur af öllum írskum hátt-
um, ríma línulokin saman tvö og tvö. Þar af leiðandi þarf
áherzluatkvæði að ríma á móti áherzlulausu, eins og í eftir-
farandi dæmi:
sirfidh Éirinn ’na gheilt / ghlas
agus bidh do rinn / raghas.11
Hirðskáldin halda ekki mikið upp á lokarím, en elztu dæmi
þess í norrænum kveðskap eru líklega í HöfuSlausn, sem Egill
orti um miðja tíundu öld. Eftir því sem ég bezt veit, við-
höfðu dróttkvæðaskáldin aldrei víxlrím, en rímuðu línulokin
saman tvö og tvö, og stundum hélt rímið áfram í gegnum
vísuna alla. Ekki var oft, að hirðskáld rímuðu áherzluatkvæði
á móti áherzlulausu, en þó finnast dæmi þess. Egill kvað í
Höfuðlausn:
Vasat villr staðar
vefr darraðar.
Sumir fræðimenn hafa haldið því fram, að það sé mikill
mismunur á írskum bragarháttum og háttum dróttkvæða-
skálda, að í írskunni eru vísuorðin oftast sjökvæð, en í al-
gengasta hætti dróttkvæðaskálda eru þau sexkvæð. En þessi
mismunur er varla mikilvægur og má vel eiga rót sína að
rekja til smekks skáldanna og til eðlis málanna tveggja. Irski
hátturinn Rindaird, sem er alls ekki óalgengur, er samsettur