Skírnir - 01.01.1954, Síða 51
Skírnir
Um dróttkvæði og írskan kveðskap
47
^rn á ulfs virði
í Alptafirði.
Þar lét þá Snorri
þegna at hjorregni
fjprvi fimm numna;
svá skal fjandr hegna.
Ef öll dróttkvæði væru rannsökuð með hliðsjón af þessu,
býst ég við, að fleiri vafasöm vísuorð myndu koma í Ijós, en
ég veit, að þessi tilgáta mín mpn mörgum þykja fjarstæða.
Fyrir fimmtíu árum voru ekki fáir fræðimenn, sem héldu
því fram, að bragarhættir dróttkvæðaskálda og hið fjölbreytta
mál þeirra hefðu sætt áhrifum frá írskum kveðskap.14 Fáir
myndu fallast á þessa kenningu nú á dögum. 1 stað þess halda
flestir, að hið flókna mál dróttkvæðanna og hinir margbreyti-
legu hættir hafi myndazt hjá norrænum mönnum, sem
aldrei hafi hlustað á nein kvæði önnur en frumgermönsk
hetjukvæði og þess háttar kveðskap, eins og hann kemur fram
í Sæmundar Eddu. Sagt er, að skáldamálið og jafnvel hin fasta
samstöfutala eigi rót sína að rekja til galdraformála.15 Vísu-
helmingurinn í dróttkvæðum hætti er samsettur af tuttugu
og fjórum atkvæðum. Talan 24 á að hafa mikla þýðingu, af
því að sú var tala rúnastafanna í upphafi. Menn hafa líka
sagt, að dróttkvæðaskáldin hafi ekki sætt neinum áhrifum
frá Irum, af því að dróttkvæði hafi verið ort áður en Norður-
landabúar komu i samband við fra.
Rétt er að athuga, hvenær fyrstu dróttkvæði hafi verið ort.
Elzta hirðskáld, sem nefnt er í traustum heimildum, er Bragi
Boddason hinn gamli. Lítið er hægt að fullyrða um æviferil
hans, en frásagnir um Braga og ættartölur, þar sem hann og
frændur hans eru nefndir, gefa í skyn, að hann hafi átt heima
í Vestur-Noregi.
Erfitt er að ákveða aldur Braga. Flestir, sem um hann hafa
rætt á síðustu árum, hafa verið sannfærðir um það, að hann
liafi verið í blóma aldurs síns á fyrstu áratugum níundu aldar.
Helztu rökin fyrir þessari ályktun eru þau, að samkvæmt
ýmsum heimildum hefir Bragi ort kvæði um Björn konung
að Haugi, en ekkert af þeim kvæðmn er varðveitt, og hvergi