Skírnir - 01.01.1954, Síða 52
48
G. Turville-Petre
Skírnir
er sagt, að þau séu ort undir bragarhætti dróttkvæðaskálda.
1 Egils sögu er minnzt á Björn og sagt, að hann hafi
verið konungur Svía. Því hafa margir fræðimenn dregið þá
ályktun, að hann muni vera sami maðurinn og Bernus kon-
ungur, sem réð hluta af Sviþjóð, þegar hinn heilagi Ansgar
fór þangað sem trúboði um árið 830. Auðséð er, að nafnið
,Bernus‘ er ekki annað en Björn í latneskri mynd, en þar
fyrir utan er lítið, sem styður þá ályktun, að þessir tveir höfð-
ingjar hafi verið sami maðurinn. Fleiri rök mæla á móti þess-
ari niðurstöðu.
Björn að Haugi er nefndur í ýmsum íslenzkum ættartölum,
en samkvæmt þeim hefir hann verið uppi á ýmsuin öldum.
Hann er talinn konungur Svía í einni gerð af Hervarar sögu,
en þar er hann sonarsonarsonur Ragnars loðbrókar. Ef það
væri rétt, væri Bragi ekki fæddur fyrr en á tíundu öld. En
ekki má treysta ættartölum Hervarar sögu.
Ættartölur í Landnámabók16 gefa í skyn, að Björn hafi verið
í blóma aldurs sins á seinustu áratugum níundu aldar, á
þeim árum sem fsland var byggt. Sagt er í Landnámabók,
að Þormóður hinn rammi hafi flúið undan Birni og numið
land á íslandi. í tveimur gerðum bókarinnar (Hauksbók og
Þórdarbók) er sagt, að Þormóður hafi verið Svíi, og má vel
vera, að það sé rétt. En í Þóröarbók, sem virðist varðveita
hinn upprunalegasta texta í þessum kafla, er talið, að Björn
hafi rekið Þórð úr Noregi, en ekki úr Svíþjóð. Ástæðan var
sú, að Þórður hafði vegið mann einn, Gyrð að nafni. Hugs-
anlegt er, að Gyrður þessi hafi verið langafi Erlings Skjálgs-
sonar, er átti heima í Vestur-Noregi og dó um 1028, en auð-
vitað er þetta ekki nema getgáta.
f ÞórSarbók er líka sagt frá því, að landnámsmaður einn,
Ólafur bekkur, hafi orðið landflótta fyrir Birni konungi fyrir
víga sakir. Ólafur var sonur Karls úr Bjarkeyju á Hálogalandi,
og því er líklegt, að Björn hafi rekið hann úr Noregi, en ekki
úr Sviþjóð. Samt er hugsanlegt, að höfundur Landnámabókar
hafi ruglað saman Bjarkeyju á Hálogalandi og Bjarkeyju í
Leginum.