Skírnir - 01.01.1954, Page 53
Slrírnir
Um dróttkvœði og írskan kveðskap
49
Enn er til frásögn í Landnámabók um Þórð knapp land-
námsmann. Samkvæmt einni gerð bókarinnar (Hauksbók)
hefir Þórður verið Svíi, en samkvæmt hinum tveimur gerð-
um hefir hann átt heima í Sogni í Vestur-Noregi. Haukur
kallar Þórð systurson Bjarnar konungs, en samkvæmt Þórðar-
bók og Sturlubók hefir hann verið sonur Bjarnar.
Auðséð er, að samkvæmt áreiðanlegustu heimildum fslend-
inga hefir Björn að Haugi ekki verið í blóma aldurs síns á
fyrstu, heldur á seinustu áratugum níundu aldar. Öliklegt
er, að hann hafi nokkurn tíma verið konungur Svía, en vel
er hugsanlegt, að hann hafi verið smákonungur í Vestm--
Noregi. Orðið haugur kemur ekki sjaldan fyrir sem liður í
samsettum norskum örnefnum. Hugsanlegt er, að sumir mið-
aldasagnfræðingar hafi gert Björn að konungi Svía, af því
að þeir vildu gera hann að sama manni og Bernus, sem þeir
þekktu úr ,Hamborgar historíu1 Adams Brimaklerks eða úr
öðrum ritum lærðra manna.
f Landnámu og víðar er sagt frá því, að Bragi hafi ort
kviðling um Geirmund og Hámund, tvíbura, barnunga sonu
Hjörs konungs á Rogalandi. Þessi kviðlingur hefir varðveitzt,
en hann er ekki ortur undir neinum hætti dróttkvæðaskáld-
anna. Þegar tvíburarnir, Geirmundur og Hámundur, kómust
á legg, voru þeir í víkingu í nokkur ár, en fóru síðar til ís-
lands og námu land. Þeir hafa væntanlega farið úr Noregi
nokkrum árum eftir Hafursfjarðarorrustu (um 885—90), en
munu varla vera fæddir fyrr en 855—60.
Erfitt er að draga ályktanir um aldur Braga af ættartölum,
þar sem hann er sjálfur nefndur. Hann var langafi Arin-
bjarnar, vinar Egils Skalla-Grímssonar. Samkvæmt Egils sögu
var Arinbjörn dálitið eldri en Egill, sem hefir væntanlega
verið fæddur um 910. Ef gert er ráð fyrir því, að Arinbjörn
hafi verið fæddur um 905, mætti hugsa sér, að Bragi hefði
verið fæddur um 830. Slíka ályktun mætti líka draga af
ættartölum skáldanna Gunnlaugs ormstungu (fæddur um
984) og Tinds Hallkelssonar, sem voru báðir afkomendur
4