Skírnir - 01.01.1954, Side 55
Skírnir
Um dróttkvæði og írskan kveðskap
51
En ef Bragi hefir hafið þessa nýju list, er erfitt að trúa
því, að hann hafi aldrei heyrt nein kvæði önnur en þau, sem
ort voru undir forngermönskum háttum. Ef Bragi hefir átt
heima í Vestur-Noregi á síðustu áratugum níundu aldar, er
vel hugsanlegt, að hann hafi staðið í sambandi við írsk skáld
eða jafnvel við skáld þjóðflokksins Gall-Gael.
Ég mun ekki ræða að þessu sinni um orðfæri dróttkvæða-
skáldanna, en samt er rétt að segja fáein orð um það efni. Eins
og allir vita, er það frábrugðið því, sem við haft er í öðrum
germönskum kveðskap. Mismunurinn er helzt fólginn í notk-
un kenninga. Dróttkvæðaskáldin hafa ekki verið fyrstir til
að nota kenningar, því að þær koma fyrir í fornenskum
kvæðum og í Eddunni. En kenningar hafa þroskazt og náð
fullkomnun í höndum dróttkvæðaskálda og orðið miklu flókn-
ari og fjölbreyttari en þær voru áður. Dróttkvæðaskáldin
kenna ekki eingöngu við sjáanlega hluti, eins og fornensku
skáldin gerðu, þegar þeir kölluðu sverð ,orrustu geisla‘ eða
sólina ,himnagimstein‘. Dróttkvæðaskáldin studdust í kenn-
ingum sínum ekki síður við fornar hetjusögur og goðsögur.
Þegar á níundu öld hefir Bragi kallað hafið ,Leifa lönd‘, af því
að Leifi var sækonungur. Hjá öðru skáldi heitir hafið ,Meita
völlur1, en bárurnar heita ,Meita hlíðir1. önnur germönsk
skáld hafa varla notað kenningar af þessu tæi, en samt má
finna dæmi þeirra hjá írskum skáldum.18 1 ,Ferð Brans1 (36.
vísu) eru bárurnar kallaðar ,hestar Lers‘ (gabra Lir), og
hafið er kallað ,landssvæði Manannans, sonar Lers‘ (crích
Manannáin maic Lir).
1 dróttkvæðum eru kenningar oft reknar, það er að segja,
þær eru samsettar, ekki aðeins úr tveimur liðum, heldur úr
þremur eða enn fleirum. Bragi hefir margar reknar kenn-
ingar. I Ragnarsdrápu heitir skjöldurinn ,lauf Leifa landa1,
og skáldið hefir hugsað um hina bjartliðuðu skildi, sem prýddu
borð langskipa. Eftir því sem ég veit bezt, eru engar reknar
kenningar í fornenskum kvæðum. Ég hefi ekki heldur rekið
mig á nein ótvíræð dæmi þeirra í írskum kveðskap, en samt
hugsa ég, að slíkar kenningar mætti finna í skrúðyrðarunun-
um (Rhetorics), sem oft eru settar inn í írskar sögur. Þessar