Skírnir - 01.01.1954, Page 56
52
G. Turville-Petre
Skírnir
runur hafa enn ekki verið nægilega rannsakaðar og eru oft
óskiljanlegar. I sögunni af bónorðsför Cú Chulainn (Toch-
marc Emire) á hetjan að hafa sagt við unnustu sína: ,við
gistum í húsi mannsins, sem heimtar naut vallar Tethrae‘
(femmir .. . i tig fir adgair búar maige Tethrai). Þessi skrýtnu
orð eru skýrð seinna í sögunni. Tethrae var konungur kyn-
flokks, sem hét Fomoriar, og má líta á hann sem goð hafsins;
völlur hans var hafið, og naut þess eru fiskar, og maðurinn,
sem heimtar þá, er fiskimaðurinn. Slík orðatiltæki minna á
kenningar hirðskálda eins og ,Meita völlur1. Ef hirðskáld
hefði nefnt ,naut Meita vallar1, hefði hann átt við fiskana.
Sumir hafa haldið þvi fram, að Norðurlandabúar hafi skilið
of lítið í írskri menningu til að geta sætt áhrifum frá írskum
skáldum. Samt er vitað, að norrænir menn hafa verið fljótir
til að meta fegurð írskra gersima og höggmynda, og norrænir
listamenn hafa sætt miklum áhrifum frá Irum. Rök eru líka
fyrir því, að þeir kunnu að meta írskan kveðskap. Til er brot
af kvæði, sem ort var til heiðurs Amlaibh einum, sem kall-
aður er konungur Dyflinnarmanna. Nafnið Amlaibh er sama
sem Ólafur, og er auðséð, að þessi höfðingi hefir verið nor-
rænn höfðingi. Ekki er ólíklegt, að hann hafi verið sonur
konungsins í Lochlann, sem fór til Irlands árið 853, en þetta
er ekki nema getgáta.
Til er frásögn um írskt skáld, Rumund að nafni, er komst
inn í kastala norrænna manna í Dyflinni og skemmti mönn-
um með kveðskap. Fyrst í stað neituðu víkingarnir að borga
honum þá upphæð, er hann átti löglegar kröfur til. Þá heimt-
aði Rumund einn penning af hverjum vondum víkingi og tvo
penninga af hverjum góðum víkingi, en enginn þorði að gefa
honum minna en tvo penninga. Þá kvað Rumund kvæði um
storm á hafinu, efni, sem víkingar kunnu vel að meta. 1 því
kvæði eru orðatiltæki eða kenningar, sem vel hefðu getað
staðið í norrænum hirðkvæðum; ég skal tilfæra nokkur vísu-
orð19:
„Mikið ofviðri á sléttu Lers .. ofsafengið yfir há landamæri