Skírnir - 01.01.1954, Síða 61
Skírnir
Hugleiðingar um skáldsagnagerð
57
1 sjálfu sér þarf þó ekki skáldsaga að vera sennileg í þess
orðs venjulegu merkingu, til þess að henni verði trúað. Aftur
á móti þarf hún að eiga innra raunsæi, listrænt raunsæi, svo
að lesandinn trúi henni, hversu ótrúleg sem atburðarás henn-
ar kann að vera. Og þar skilur milli feigs og ófeigs.
Lélegur höfundur getur sagt frá dagsönnxnn viðburðum á
svo ólistrænan og flatneskjulegan hátt, að frásögnin orkar á
lesandann sem lygisaga — hún tendrar ekki upp ímyndunar-
afl hans, sögupersónurnar verða flatar og líflausar og láta
hann gjörsamlega ósnortinn.
En góður skáldsagnahöfundur verður ekki aðeins að þekkja
sögufólk sitt, hann verður að geta lýst því, svo að aðrir sjái
það og skilji.
Mannlýsingar Islendingasagna voru oft og tíðum langar
og rækilegar, og það hæfir þeim vel, — en það er áreiðan-
lega ekki eina aðferðin. Með nýjum tímum koma nýjar kröf-
ur og nýjar stefnur.
Það má að vísu vera rétt, að mannfólkið sé ósköp svipað
því sem það var fyrir eitt til tvö þúsund árum, en aðstæð-
urnar hafa a.m.k. breytzt mikið, og ný lífsviðhorf hafa skapazt.
Það er ekki hægt að skrifa í dag eins og í gær, orðatiltækin
slitna og hætta að hæfa í mark, persónur, sem ganga aftur í
bók eftir bók, hætta að orka á lesandann og koma honum ekki
á óvart framar. Verkið í heild raskar ekki ró neins og verður
aðeins bergmál þess, sem aðrir hafa séð og bent fyrstir á.
Og það er í rauninni hæpið að kalla sögu raunsæja, þó að
hún fjalli um hversdagslífið, ef hún er skrifuð eftir öðrum
bókrnn, en ekki úr lífinu, ef höfundur hennar hefur ekki lifað
hana sjálfm’.
Listin getur auðveldlega glatað skini sínu og réttum eig-
indum, ef höfundar hennar fara að flýja sjálfa sig og stæla
annað, sem er ekki þeirra.
Georg Brandes sagði einu sinni: Við verðum allir að verða
læknar, skáldið líka.
Þetta var ádeila á rómantíkina, sem hafði gengið sér til
húðar og var orðin væmin og velluleg.
En í þessum orðum hans felst, að skáldið hafi ekki að-